Útvarpstíðindi - 30.01.1939, Qupperneq 7

Útvarpstíðindi - 30.01.1939, Qupperneq 7
ÚTVARPSTÍÐINDI BRENNISTEINSHÁM Erindi dr. 3óns E. Vestdal Nú í haust var byrjað að reisa verksmiðju norður við Mývatn. Er hún ætluð til að hreinsa brennisteins- jörð (í daglegu tali nefnd brenni- steinn),, sem er þar og á nokkrum öðrum stöðum, í Þingeyjarsýslu. Stærstu brennisteinsnámurnar eru 5 km. austur af Keykjahlíð í Náma- fjalli, og þar verður verksmiðjan reist. Hjá. Mývatni eru auk þess brennisteiusnámur í Kröflu og Leir- hnúk. Auk þess eru all ríkar námur í nyrztu jöðrum ódáðahrauns, um 25 km. suð-austur af Mývatni, við eld- gýginn Ketil, svonefndar Fremri- námur. Þá eru og námur á Þesta- reykjum á Reykjaheiði. — Tilgang- urinn með því að reisa verksmiðju þessa, er að hagnýta námur þessar, e. t. v. allar í þessari verksmiðju. Brennisteinshlunkm í Námaskaröi'. Námofjall í baksýn. Skammt þarna frá er verksmiðjan reisl. Þeir sem nú stofna þetta fyrirtæki eru Þorvaldur Thoroddsen, Ragnar Jónsson, framkvæmdarstjórar smjör- líkisgerðarinnar »Smári« og dr. Jón E. Vestdal. Þessir menn hafa unnið Dr. Jón E. Vestdal að undirbúningi verks þessa, undan- farin 3—4 ár, og er til þess ætlast, að hægt verði að hefja brennisteins- vinnsluna á komandi vori. Mjög auð- velt er að ná brennisteinsjörðunni, Hún. liggur ofanjarðar í smá hrúgum kring um hverina. Verður henni mok- að á bíla og flutt í verksmiðjuna. Brennisteinninn hefur verið tals- vert þýðingarmikil útflutningsvara fyrir Islendinga um margar aldir. Ilið fyrsta, sem um hann er vitað er það, aö erkibiskuparnir í Þrándheimi höfðu einkasölu á íslenzkum brenni- steini á 13. öld, en norsku konung- arnir reyndu að sölsa þá sölu undir sig, svo líklegt er að sú einkasala hafi gefið eitthvað í aðra hönd. Álitið er, að síðan hafi verið fluttur út brenni- steinn frá Islandi næstum árlega þar til árið 1845, að brennisteinsnám lagð- ist niður, og hefur það ekki verið tek- ið upp síðan svo neinu nemi þar til nú. 239

x

Útvarpstíðindi

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Útvarpstíðindi
https://timarit.is/publication/715

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.