Útvarpstíðindi - 22.10.1939, Blaðsíða 7

Útvarpstíðindi - 22.10.1939, Blaðsíða 7
ÚTVARPSTÍÐINDl er fóstbróðir Gunnars. Hann hefur í sama s'nn numið biott Dagnýju, dótt- ur örnólfa. Svo vill til, að Sigurður hefur orðið að hleypa skipum sínum undan óveðri inn í sömu víkina og Örnólfur, og nú hittast þessir tveir höfðingjar í lítilli vík niður við sjóinn. örnólfur gamli þekkir strax Sigurð, sem aftur á móti þekkir ekki örnólf. Pað kemur til vopnaviðskipta mijli þeirra og hinn gamli, hrausti fullþugi, örnólfur, særist á hendi undan vopni Sigurðar. En nú þekki.r Sigurður örnólf — og sættir komast á. Þarna ber að Dagnýju, konu Sig- urðar, og verður hún glöð við, að hitta föður sjnn og bræður sína sjö. Þarna kemur líka Gunnar hersir og litlu s.íð- ar hin stórlynda lmna lians, Hjördís, sem er vopnuð. Hún hefur húskarla í fylgd með sér. Kveðjurnar verða kaldar milli Hjördísar og örnólfs, fósturföðui' hennar, og strax grunar Örnólf, að lítil gifta muni stafa af för sinni. Gunnar hersir (maður Hjördísar) hefur frétt um ferðir örnólfs og grunar, að hann muni ekki fara með friði. Hann hefur því komið Agli. einkasyni sínum, sem nú er fjögra ára gamall, áleiðis suður í land. Ká/ri bóndi á Hjördísi grátt að gjalda. Með hjálp nokkurra útlaga, hyggst hann að elta föruneyti drengs- ins og valda honum bana,. Gunnar hersir býður Sigurði, örn- ólfi ga.mla og mönnum þeirra til. mik- illar veizlu, í þeim tilgangi að flýta fyrir sættum. örnólfur gamli fer ekki til veizl- unnar, því hanii hefur nú fengið vitneskju um ásetning Kára, bónda, heldur ákveður hann, þrátt íyrir storkunaryrði Hjördí&ar, að veita Kára eftirför og frelsa drenginn. Annar þáttur hefst með veizlunni. Þar lenda þau í orðasennu, yngsti sonur örnólfs, Þórólfur, og Hjördís, fóstursystir hans, en Þórólfur hafði ekki farið suður að elta Kára með fciður sínum sakir æsku. Endar þetta sundurþykki með því, að Þórólfur gengur úr veizlunni, en áður endurtekur hann orð Kára bónda um, að áður en dagur verði á lofti, þurfi Gunnar óg Iljördís ekki að stæra sig af því, að þau eigi son. Gunnar og Hjördís skilja þetta svo, aö örnólfur gamli hafi vei.tt drengn- um eftirför í því skyni að drepa hann. Þess vngna vegur Gunnar Þórólf örn- ólfsson. Lýkur svo II. þætti með því, að örnólfur gamli kemur og' afhend- ir Hjördísi fósturdóttur si.nni son hennar heilan á liúfi, en. í viðureign- inni við að frelsa. hann, liafa synir hans sex fallið. — Hann huggar sig þó fyrst við það, að hann heldur sig eiga Þórólf eftir á lífi. I byrjun þriðja þáttar sézt Hjör- dís, þar sem hún snýr bogastreng úr hári sér og yddir örfar. I æsingnum í veizlunni hefur Dagný ljóstrað því upp, er þær voru að metast um hreysti manna sinna, að afrek það, sem Gunnar átti að hafa. unnið og Iljördís hrósaði honum mest fyrir, en það var að drepa hvítabjörninn fyrir utan skemmu liennar á Islandi og nema hana, á brott með sér í nætur- myrkrinu, hefur ekki verið unnið af Chmnari, heldur af Sigurði, manni Dagnýjar, sem ei.nnig nam brott Dag- nýju konu sina. Hjördísi svellur reiðin í brjósti og 7

x

Útvarpstíðindi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Útvarpstíðindi
https://timarit.is/publication/715

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.