Útvarpstíðindi - 22.10.1939, Síða 13

Útvarpstíðindi - 22.10.1939, Síða 13
ÚTVARPSTÍÐINDl Á þriðjudaginn 31. þ. m. minnist Ríkisútvarpið 75 ára afmælis Einars Benediktssonar skálds með kvæðaupplestri, liljóðfæraleik og söng. Próf. SIG. iNORDAL flytur erindi. nefna, að fyrst, er ég' var ráðinn við óperu í Berlín, þá vildi svo slysalega til, að hún varð gjaldþrota, rétt. um þær mundir, sem ég kom þangað. Vei getur fxS verið að þetta hafi í sjálfu sér verið happ fyrir mig, því í raun- inni kunni ég þá allt of lítið, til aö taka að mér svo stór hlutverk, sem mér þá strax voru ætluð — og sem menn viytust hafa trú á að ég gæti leyst af hendi. — En nú dvaldi ég í þrjú ár í Berlín og notaði, þá tímann ósleitilega til að læra — einkum til aö læra hluiverkm í hinum miklu sígildu óperutn. Þá eyddi, 'ég öllu mínu fé í að sækja a'Jngleikahúsin. Á þeim ár- um kynntist ég því, að vera svo aura- lítiU, að eiga ekki fyrir fargjaldi meú strætisvagni. — Hvert fóruð þér svo frá Berlín? — Þaðan fór ég til Ki.el, því þá fékk ég stöðu við óperuna, þar. — En þar varð ég fyrir öðru óhappi. Þetta var í byrjun ófriðarins 1914. Við vorum staddir á gildaskála nokkrir starfs- menn leikhússins. — Þjóðverjarnu- nýddu niður Englendingana. og allt, sem enskt var, af mikilli heift. Þá varð mér á að segja, víst hálfgert í stríðni: »Undarlegt er það þó, að orð- ið »gentleman« er komið úr ensk- unni«. Meira þurfti, ekki. Ég var kærður fyrir borgarstjóranum, en hann bannaði forstjóra leikhússins að láta mig syngja opinberlega. Stungu þá sumir upp á, að »senda, mig heim yfir landamærijn« til að losna við mig, en. ég sagði að þeir yrðu þá að ieggja mér til skip, því ég væri alls ekki Dani, heldur Islendingur, það tvennt væri eins. ðlíkt eins og Þjóðverji og Englendingur. Ég gekk svo bara. með hendur í vösum næstum allan ráðn- ingartímann, — fékk ekkert hlutverk. — En þá atvikaðist það svo eitt kvöld- ið, að maður sá forfallaðist. í miðri sýningu, er söng aðalhlutverkið í leik þeim, sem verið var að sýna. Þá var ég spurður, hvort ég gæti hlaupið í skarðið — og það gerði ég. — Og eftir það var ekkert talað um að »senda mig yfir landamærin«. Eftir þetta fékk ég að kynnast því Uka að hafa 2 til 4 þúsund krónur í laun á mán- uði, — Þeir borguðu betur þar en hér heima. 13

x

Útvarpstíðindi

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Útvarpstíðindi
https://timarit.is/publication/715

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.