Útvarpstíðindi - 23.12.1940, Blaðsíða 9

Útvarpstíðindi - 23.12.1940, Blaðsíða 9
Hinn ungi Brahms. Píanótríó ópus 8, eftir Jóhannes Brahms (1833—97). Flutt þriðjudaginn þ. 7. jan. 1941. Eins og menn þekkja Schubert yfirleitt bezt af einsöngslögum hans, þá mun Brahms hér vinsœlastur af völsum sínum og hinum svonefndu „ungversku" döns- um, sem eru fáguð listaverk, en í senn aðgengileg og auðskilin. Á þriðjudag þ. 7. janúar gefst hlustendum kostur á að kynnast einu af hinum dýrar kveðnu verkum Brahms eða pianótríói hans, verk nr. 8, flutt af Tríó Tónlistarskólans. Sérstaða triós þessa er fólgin í þvi, að höfundurinn samdi það upp úr öðru, áð- ur prentuðu æskuverki, sem stóðst þá ekki lengur gagnrýni hins þroskaða tón- skálds (1890). Árið 1870 hafði hinn nafnkunni tón- listardómari Hanslick ritað eftirfarandi orð um tríóið í sinni upphaflegu mynd: ,,....hið ofsafengna skap, er birtist í þessu tónsmiði, hrífur oss ósjálfrátt, fjöldi fagurra stefja lætur oss gleyma of- urlengd sumrn parta, hljóm- og hljóð- fallsrænum lýtum....... Hversu inni- lega og sannfærandi hljómar ekki strax aðalstef hins fyrsta þáttar — Hversu lífræn, í stöðugum stíganda, ris ekki bygging hans! Aðeins niðurlagrið mætti hafa nokkru fyrr en raun er á, t. d. rétt á undan „fugato“, en koma þess virðist mér eins og kennslusetning í hjartnæmu ástarkvæði....“. Tuttugu árum seinna segir Brahms sjálfur, í bréfi til vinar síns Grimm: „Manstu H-dur-tríó eitt frá æskudögum okkar, og værirðu ekki forvitinn að heyra það nú, þar sem ég er búinn að laga hárið á því og greiða þvi ofurlítið?" Síðan hefur trióið oftast verið leikið í hinni seinni útgáfu höfundarins, enda er það orðið samfellt og fullkomið listaverk, er sýnir oss jafnt andlit unglingsins og svip hins aldraða meistara. R. A. »Níunda hljómkvidan« flutt nýársdag 1941. Níunda hljómkviða Beethovens verður talin eitt voldugasta tónlistarverk, sem samið hefur verið. petta er hún þó ekki talin af Því, að ummál hennar sé yfir- gripsmeira, hljómbúningur hennar glæsilegri og furðulegri (kórnotkun!) en hjá nokkurri annarri hljómkviðu á und- an og hjá flestöllum eftir hennar tíma, heldur vegna þess, að hér virðist í tón- rænni mynd þjappað saman allri lífs- reynslu göfugs manns, er saknaði og þjáðist. Og stórkostlegt er, að einmitt úr þessari þjáningu vex að síðustu hið vinnukennda fagnaðaróp hans til gleð- innar, sem á að sameina allt mannkynið. Ef almenningur gæti lesið tónmenntir sér til gagns eins auðveldlega og bók- menntir, þá er enginn vafi á því, að flett væri upp í hinni niundu hljómkviðu Beethovens eins oft og í Ritningunni eða hinum klassisku sögum og ljóðum stór- skáldanna. — En þótt slíkt sé — enn þá — aðeins óskdraumur einn, er níunda hljómkviðan kunn og dáð viða um heim af leikum ekki síður en lærðum. Sums staðar er siður að flytja hana ekki ein- ungis á venjulegum konsertum, hcldur sem eins konar veraldlega hátíðarmessu á gamlaárskvöld kl. 11, — og fæðist þannig hið nýja ár undir hinum áður- nefnda stórfellda lofsöng síðasta þáttar: „Gleði, þú fagri neisti guðanna, dóttir úr Framh. á bls. 1S5. ÚTVARPSTÍÐINDl 15

x

Útvarpstíðindi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Útvarpstíðindi
https://timarit.is/publication/715

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.