Útvarpstíðindi - 23.12.1940, Blaðsíða 19

Útvarpstíðindi - 23.12.1940, Blaðsíða 19
í góðærunum undanfarið eru alltaf ein- hverjir heylausir og flestir gefa upp öll sín hey árlega. „Allir lofa þann snilldarmann'1, Pál fs- ólfsson fyrir að koma af stað dagskrár- liðnum „Takið undir". Óhætt mun að fullyrða, að tekið hefur verið undir með honum á hundruðum heimila. En hrædd- ur er ég um, að vinsældirnar kunni eitl- iivað að minnka, ef hann gerir mikið að því að leiðrétta og kenna í tímunum. — Páll hlýtur að vita það, að flestir vilja óáreittir fá að syngja sína vitleysu til æviloka, en fái þeir það ekki, verði steins- hljóð eða annað verra. 6. des. 1940. B. Skúl. Ekki get ég stillt mig um að minnast á elnn dagskrárlið útvarpsins, en það er líðuriVm „Takijð undír".. Ilann tel ég tvíinælalaust merkilegustu nýbreytni, sem útvarpið hefur boðið lilustendum lengi. — það er meira cn að það sé gam- an að þessum „baðstofusöng" Páls ís- ólfssonar og félaga lians, heldur er hann menntandi og göfgandi. Meðferð Páls cr alveg prýðileg, og gengur svo langt, að hann beinlínis er að kenna okkur ljóð og lög, sem við höfum alltaf kunnað, en bara ofurlítið skakkt. Svona er þetta nú í byrjuninni, og cr þess að vænta, að framhald verði á. — Ýmsir taka undir, aðrir vilja ekki „spilla'1 góðum söng, en lilusta með mestu gaumgæfni og vilja fá meira að heyra. Með kærri kveðju. Sigurður Magnússou. Mér líkar vel sú ráðstöfun útvarpsráðs að hætta að birta bókaauglýsingar, sem fela í sér dóma um bækurnar og höfunda þeirra. þar hefði fyrr mátt taka í taumana, því að sú auglýsingastarf- semi, sem stundur hefur komið fram á á þessu sviði, er með allra auðvirði- legustu fyrirbrigðum í þjóðlífi voru. þar cr oft hrópað hátt og kveðnir upp skor- inorðir dómar, cn ævinlega á einn hátt, lofsyrði um bókina, sem augsýnilega eru birt 1 því skyni að auka sölu hennar, til ÚTVARPSTÍÐINDI liagnaðar fyrir höfund hennar eða út- gefanda. Hitt er síður hugsað um, hvort dómurinn sé réttur. Hér virðast menn á- lykta sem svo, að sá sem hæst geti ösla- nð, hafi réttast fyrir sér. það er vel, að Ríkisútvarpið hefur tekið fyrir þetta, að því er bækur snertir. En ekki hefur það samt enn gert lireint fyrir sínum dyrum, á meðan það flytur ófyrirleitnar skrum- auglýsingar um gæði þessarar eða hinn- ar vörutegundarinnar fram yfir aðrar hliðstæðar tegundir og það mjög oft, án þess að nokkur snefill af rökum sé fyrir hinum lofsamlegu ummælum. þau munu líka jafnan komin frá seljendum og framleiðendum, sem hafa fjárhagslegan hagnað af því að varan seljist sem bezt og grípa svo til þess ráðs að æpa í eyru kaupendanna eins hátt og þeir geta, kaupa Ríkisútvarpið til þess að flytja þessi „hróp“ til sem flestra í einu. Sams konar starfsemi er víðar rekin í þjóðlífi voru, þótt hvergi sé hún eins áberandi og í þessum cfnum. En þessari áróðurs- starfsemi ljær útvarpið liðsinni sitt með því að taka þessar auglýsingar til birt- ingar, sem í raun og veru eru almenn- ingi minna en einskisvirði, því að þær eru tilraunir til að rugla heilbrigða dóm- greind alþýðu. það orkar ekki tvímælis, að þetta er Iéleg menningarstarfsemi og ósamboðin fremsta menningartæki voru, útvarpinu. Og það virðist ekki hafa hug- mynd um, að hér sé um nokkuð athuga- veit að ræða, því að annars hefði það fyrir löngu tekið á sig rögg og reist svip- aðar skorður við vöruauglýsingunum og bókaauglýsingunum. Nýlega hefur útvarpsráð líka ákveðið að takmarka flutning á jólakveðjum í útvarpið, og má telja þá ráðstöfun að mörgu leyti eðlilega, þvi að slíkar „fyrir- bænir á gatnamótum" cru venjulega hvorki nauðsynlegar eða smekklegar. En þó er þær hvorki eins smekklausar eða skaðlegar og ýmsar verzlunarauglýsing- ar, sem daglega eru birtar í útvarpinu athugasemdalaust. Og er það furða, að útvarpsráð skuli ekki hafa tekið þær til athugunar á undan jólakveðjunum. 8. 163

x

Útvarpstíðindi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Útvarpstíðindi
https://timarit.is/publication/715

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.