Útvarpstíðindi - 23.12.1940, Blaðsíða 21

Útvarpstíðindi - 23.12.1940, Blaðsíða 21
þvl illa gerfc að svíkja fólk um leikrit og setja í stað þess upplestur. Því jafnvel þó að upplestur sé góður, þá getur hann aldrei komið í stað leikritsins, svo að mönnum finnist þeir ekki sviknir. Enda er nóg rúm fyrir góða upplestra á öðrum kvöldum vik- unnar, þó laugardagskvöldunum sé ekki hnuplað frá manni undir þá. En eins og ég hef áður drepið á, finnst mér yfirleitt of lítið af upplestrum í út- varpinu. Ég vil, að oftar sé skotið inn á milli þyngri dagskrárliða upplestri á smá- sögum, kvæðum eða fræðandi smáþáttum. Það er af nógu að taka. Ekki skortir kvæði og gamlar sögur eftir Huldu, Guðmund Priðjónsson, Þorgils gjallanda, Gest Páls- son, Jón Trausta, Hagalín, Kristmann, Gunnar Gunnarsson, Laxness (nefnt af handahófi), eða þá þýddar og frumsamdar smásögur í blöðum og tímaritum, sem úir og grúir af alls staðar. Ef útvarpsráð hef- ur ekki tíma til að leita að þessu og fá góða upplesara, þá ætti það að fela ein- hverjum smekkmanni að athuga þetta og gera tillögur. Ef um fjársterkari stofnun væri að ræða en útvarpið mun vera, stæði það því næst, að efna til kennslu í framsögu fyrir unga áhugamenn, og síðan gæti útvarpsráð haft samband við þessa menn, valið þá hæfustu til að lesa upp og sjá um ýmsa dagskrár- liði. En um slikt þýðir víst ekki að tala. J. (Eftirfarandi smákaflar hafa orðið að biða í heilan mánuð og eru því orðnir dálítið á eftir tímanum). Var það misheyrn? Næstsíðasti söngtímiim hjá Páli ísólfs- syni „Takið undir" var skemmtilegur og á- heyrilegur. Páli lætur vel og tekat vel að rabba við áheyrendur sína um sitt fag. Hann er skýr í máli, orðheppinn og oftast stutt- or'ður. Gott og nauðsynlegt var það hjá hon- um að minna menn á að fara rétt með kvœðin, en nokkuö hefur skort á, að fólk gffiti þess almennt. Stundum hafa þeir, sem sungið linfá í útvarpið, gert sig seka um að misþyrma alkunnum erindum á þcnnan hátt. Páli láðist í þcsdum tíma, að vara menn við þessari Ijóðlínu í 2. erindi „Ó, fögur er vor fósturjörð": ,,og lífið ungu frjóvi fær" og eins í kvæði Gríms Thomsen: „brosa dróa- um hvarmaljós". Á báðum þessum stöðum hættir mörgum við að syngja: „lífið ungo frjóvi fær“ og „brosa dróstr hvarmaljós". Ég gat ekki beflur heyrt en sumir í kór Páls syngju þessar ljóðlínur rangt, en vildi þó, að það hefði verið misheym. Spumlng: Reykjavík, 3. desember 3940. í viðtali við formann útvarpsráðs í Út- varpstíðindum nú nýlega, lét hann þess get- ið, að mikil vöntun væri á góðum einsöngv- urum, og það vœri þess vegna mjög erfitt fyrir útvarpsráð að eiga við þenuan dag- skrárlið. Nú langar mig í þessu sambandi að spyrja, af hverju við fáum aldrei að hlusta á tvo af vinsælustu söngvurum útvarpsins, þá Ágúst Bjamarson og Árna frá Múla? í»að er ábyggilega ekki of mælt, að þessir tveir menn hafa einhverjar myndnrlegustu og fallegustju raddir, sem heyrast 1 útvarpinu og eiga báðir miklum vinsældum að fagna um land allt. Vilja þessir menn ekki syngja í útvarpið, eða em þeir aldrei beðnir um það? Þetta þætti mér gaman að vita. Söngvimir. Svar: Formaður útvarpsráðs gefur þau svör, aö báðir þessir menn muni sennilega syngja í útvnrp fljótlega. T. d. var í ráði, að Ámi syngi á kvöldvöku, sem var fyrirhuguð að yrði í næstu viku, en það féll þá niðar um sinn vegna lasleika hans — en verður senni- lega eftir áramótin. Ámi mun annars ekki vilja láta telja sig með atvinnusöngvurum — en gæti hins vcgar komið oftar fram í út- varpi með söng sinn, ef hann óskaði þess. Vizkukorn. Það eru hinir lánsömu, sem eru ríkir, en ekki hinir ríku, sem eru lánsamir. Menn reyna venjulega að láta skoða sig frá sinni beztu hlið, og þó er hér um bil ætíð dæmt um þá eftir brestum þeirra. ÚTVARPSTÍÐINDI 165

x

Útvarpstíðindi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Útvarpstíðindi
https://timarit.is/publication/715

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.