Útvarpstíðindi - 23.12.1940, Blaðsíða 20

Útvarpstíðindi - 23.12.1940, Blaðsíða 20
Sem rltstj. Útvt. þykir mér rétt að taka íram, að ég er ósammála höf. framan- ritaðrar greinar í ýmsum atriðum. Mér virðist eðlilegt og sjálfsagt, að Ríkisútvarpið taki til flutnings margs- konar auglýsingar — einnig verzlunar- auglýsingar, — en get vel fallizt á, að rétt sé að viðhafa einhverjar takmark- anir um auglýsingaaðferðir. Einkum er það tvennt, sem ég tel að réttmœti auglýsingastarfsemi útvarpsins. Annars vegar það, að auglýsingar og til- kynningar hafa mjög oft almennt gildi fyrir hlustendur, þœr eru beinlínis leið- beiningar, sem í hag koma. þetta á ekki sízt við um samar verzlunarauglýsingar. Annað, sem réttlætir auglýsingaflutning- inn, er það, að útvarpið hefur af honum miklar tekjur, en þeirra er hin brýnasta þörf, því að vegna fjárskorts er ýmsum greinum af menningarstarfsemi útvarps- ins ekki sýndur sá sómi, sem þörf væri á. Erlendis hefur mikið verið barizt gegn útvarpsauglýsingum og sú andúð reist á svipuðum rökum og fram koma i fram- anritaðri grein. En þar er sú andúð frem- ur réttlætanlég en hér, því að meðal stórra þjóða gefa afnotagjöldin svo miklar tekjur, að óþarft virðist fyrir útvarps- stöðvamar að afla sér tekna á annan hátt. Hér aftur á móti er aðstaða Ríkis- útvarpsins að vissu leyti svipuð og að- staða blaðanna: Með auglýsingastarfsem- inni verður að afla mikils hluta þess fjár, sem notaður er til hinnar menn- ingarlegu starfsemi. k. r. Er nokkuð í útvarpinu í kvöld ? v „Er nokkuð í útvarpinu í kvöld?“ >rNei, það er ekkert, sem hlustandi er á“. Slík orðaskipti eru ekki óalgeng við kvöldborðið hjá hinu „venjulega fólki“. Þó það sé er- indi um tónlist, tónlistarflutningur og hljómplötur á dagskránni, auk fréttanna, eða erindi um bindindismál, uppeldismál, íþróttaþáttur eða annað af slíku tagi, er það „ekki neitt“ fyrir þá, sem ekki hafa beinlínis áhuga á þeim málefnum, sem til umræðu eru þá og þá kvöldstundina. En þetta eru allt saman menningarmál, sem nauðsynlegt er að ræða í útvarpi. En það er erfitt að gera öllum til hæfis, og við verð- um að sætta okkur við, að í útvarpinu tali hinir og aðrir, sem okkur leiðist að hlusta á, og um efni, sem okkur er lítið að skapi. En aðra kröfu finnst mér, að við eigum á hendur útvarpsráði, að á hverju kvöldi sé a. m. k. einn dagskrárliður, sem er til yndis hinum venjulegu hlustendum, hinu óbreytta en greinda alþýðufólki, einhver almennur fróðleikur, sem ekki er fremur bundinn við eina stétt en aðra, upplestur á skemmtilegri sögu eða kvæði eða söngur. Ef við höfum veitt dagskrá útvarpsins nokkra athygli, tökum við eftir þvi, að hún er samin eftir vissum reglum, sem taka ótrúlega litlum breytingum frá ári til árs. Til sunnudagskveldanna er yfirleitt vand- að og dagskráin þá mjög miðuð við hæfi hlustenda almennt, en ekki neina sérstaka hópa eða stétt. Það er eins og það á að vera. Á mánudögum er erindið um daginn og veginn og einsöngur, og þegar útvarpssag- an er einnig, er vel séð fyrir hlustendum það kvöldið. En þegar hún er ekki, ætti að vera stuttur upplestur í hennar stað, t. d. þýdd smásaga (í 15 mín.). Á þriðjudögum er erindaflokkurinn eða erindi um tónlist, tónleikar Tónlistarskól- ans og svo að lokum hljómplötur. Þetta er nú kannske gott og blessað, en sumum finnst þó of mikið af því góða, þegar tveir erindaflokkar um tónlist eru í útvarpinu í einu, eins og nú er (Páll og Abraham). Á miðvikudögum eru svo kvöldvökurnar — og hafa þær yfirleitt tekizt sæmilega, það sem af er vetrar, og sumar ágætlega. Á fimmtudögum er jöfnum höndum, og allt í senn stundum: Erindi, útvarpshljóm- sveit og erindi frá útlöndum, og mætti þarna að ósekju bæta inn stuttum upplestri. Útvarpssagan er venjulega á föstudög- um og eitthvert erindi eða „takið undir“ (sem er vinsæl nýbreytni). Á laugardagskvöldum er oftast nær leik- rit og er leikritaflutningurinn, ásamt út- varpssögunni, eitt vinsælasta skemmtiatriði útvarpsins. — Fólk, sém ekki á þess kost að sækja mikið skemmtanir utan heimilis, hlakkar ekki sízt til helgarinnar, af því það á von á leikriti á laugardagskvöldið. Það er 164 ÚTVARPSTlÐINDI

x

Útvarpstíðindi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Útvarpstíðindi
https://timarit.is/publication/715

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.