Útvarpstíðindi - 20.01.1941, Blaðsíða 5

Útvarpstíðindi - 20.01.1941, Blaðsíða 5
sínum, sem bæði beinast að aukinni efnalegri velgengni og meiri mennt- un og menningu félaganna. r Einn af ræðum. á kvöldi V. R. er Bjöm Ólafsson. Útvarpshlustendur kannast við hann fyrir ágætar ferðalýsingar o. fl., sem hann hefur flutt í útvarp. Á kvöldi- Verzlunarmannafél. Reykja- víkur mælir Hallgrímur Benediktsson stórkaupm.,fyrir minni félagsins, en hann hefur lengi verið einn af félagsmönnum V. R. Útvarpshlustendum er hann kunn- ur fyrir yfirlitserindi um verzlunarmál, er hann hefur stundum haldið um ára- mótin sem foimaður verzlunarráðs ís- lands. Björn í Sauðlauksdal og garðurinn „Ranglátur1*. Eriudi Hákonar Bjarnasonar. Á kvöldvölcunni á miövd. 29. jan. flytur skógræktarstjóri, Hákon Bjarnason, erindi um þann merka mann, séra Björn í Sauðlauksdal og garð þann hinn mikla, er hann lét gera og nefndur var „Ranglátur“. — Garð þennan lét Björn hlaða til varn - ar gegn sandfoki, er lá við að eyddi jörð hans. Þetta mun vera fyrsti varnargarður gegn sandfoki, sem þlaðinii hefur verið á Islandi. Hann er 360 faðmar á lengd og um 2V& alin á hæð, svo að hér er um að ræða mikið mannvirki. Nafn sitt fékk garðurinn af því, að hann var hlað- inn í eins konar skylduvinnu. Björn mun hafa fengið yfirvöldin til að fyrirskipa, að bændur í sókn Björns skyldu hlaða garðinn án endurgjalds og fæða sig sjálfir á meðan. Var þetta illa þokkað af bændum og nefndu þeir garðinn „Ranglát" og hefur hann heitið svo síðan, — en hann kom að tilætluðum notum. Björn í Sauðlauksdal er fyrir margt merkilegur. Hann bjó um 30 ár í Sauðlauksdal. Byggði hann upp öll staðarhús og kirkju og þótti ekk- ert prestssetur á Vesturlandi betur setið í þann tíð. Hann var sem kunn- ugt er brautryðjandi í garðrækt hér á landi, og liggja eftir hann nokkur rit um það efni. En auk þess skrif- aði hann margt annað merkilegt. — Má t. d. nefna Atla, sem er alþýðleg- ur leiðarvísir um búnaðarmál, allur í samtalsformi — og Arabjörgu, sem er tilsvarandi rit fyrir húsmæðurn- ar. Þá samdi hann íslenzk-latneska- orðabók, stórt og mikið verk.------ Hann þýddi nokkrar guðsorðabækur úr þýzku o. s. frv. —Allt ber þetta ÚTVARPSTÍÐINDI 20?

x

Útvarpstíðindi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Útvarpstíðindi
https://timarit.is/publication/715

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.