Útvarpstíðindi - 20.01.1941, Blaðsíða 13

Útvarpstíðindi - 20.01.1941, Blaðsíða 13
ósk, aÖ þaÖ yrði flutt aftur. — það œtti útvarpið að gera — en til þess má ekki velja laugardagskvöld. K. F. Hugleiðing um söngva Kaldalóns. þegar athuguð eru verk hinna sí- gildu tónskálda, þá koma i ljós sum ein- kenni, sem eru almenns eðlis, en þó að nokkru leyti óháð stíl og stefnubreyt- ingum í sögu sönglistarinnar. Einkenni þessi eru reyndar „sameinkenni", sem birtast víða, jafnvel á hinum óliklegustu tímabilum og leyfa oss því að tala um vissar „typur" á meðal tónskáldanna, hversu fagurt eða ófagurt sem þetta orð kann að vera. Einnig hér á landi má finna slíkar typur, og er hér m. a. eink- um um tvær að ræða — eftir því, hvort tónskáldin leggja meiri áherzlu á lagræn eða hljómræn atriði í söngvum sínum. Söngvar Iíaldalóns sýna lagrænan svip, fremur en hljómrænan. — Satt er að vísu, að sönghneigðir fslendingar virðast hafa séx-staka ánægju af margbreytileik hljóma og sambandi þeiri’a — að minnsta kosti nú á tímum, þar sem kveðskapur og tvisöngur er liðinn undir lok eða fall- inn í dvala. Samt mun það vera ,áxið lagræna eðli“ söngva eftir Kaldalóns, er þrátt fyrir hinn óbrotna búning undii'- leiksins gleður eyra og hjarta almenn- ings og mun eflaust eiga eftir að gera það, meðan sungið er á þessu landi. R. A. Dr. Jón Helgason, biskup, hefur i vetur flutt þrjú erindi í erindaflokki, sem hann nefnir „Reykjavík æskuára minna“. Fx-æðistarf dr. J. H. er merkilegt og allr- ar vii'ðingar vert; hann hefur með rit- störfum sínum og myndum haldið ýms- um mikilsvarðandi fi-óðleik um sögu Reykjavikur til haga. En það er ekki öll- um lagið að vera hvorttveggja í senn, fróðleiksmaður og skemmtilegur. Dr. J. H. mun eigu þessa kosti, en þeirra gætir ekki saman nema stundum. Honum hættir oft við að vera um of smásmugu- legur og nákvœmur. Visindaleg ná- kvæmni dr. J. H. er lofsverð, og mikils- virði í ritverkum hans og skýrslum, og verða rit hans eflaust einhverjnr öruggustu heimildir framtíðarinnar um þau efni, sem dr. J. H. fjaliar um. En kostir geta oi’ðið gallar undir vissum kringumstæðum. Smámunasemi á eltki cins vel við i útvarpi sem í í-ituðu máli. Di’. Jóni Helgasyni hættir mjög til að kx-ydda erindi sín með ættleiðslum og margskonar upptalningum, sem ókunn- ugir eiga mjög erfitt með að festa sér í minni, eða átta sig á í erindi. Fólki á líkum aldri og dr. J. H. hefur þetta þó e. t. v. verið upprifjan. þessir ágallar skemmdu mjög erindin og gerðu þau svona heldur þreytandi, einkum er mað- ur hefur i huga það, sem Gestur Pálsson ritaði um sína Reykjavík og þorvaldur Tlioroddsen (i minningarbók sinni) og Jón Ólafsson (í æviminningum sínum í Iðunni). J. Úr bréfi að norðan. Jólagestimir, sem Helgi Hjörvar leiddi í útvarpið á annan í jólum, þóttu mér bara skemmtilegir, og mér þótti ekkert spilla (sem sumum fannst þó hér), að þegar Hjörvar átti tal við gestina — þá hcyrðist alltaf í honum líka, meðan gest- irnir sögðu sínar setningar. pað var eins og undirleikur. Mér datt nú þá svona í hug, að líklega væri það satt, að Hjörv- ar hefði gaman af að heyra til sjálfs sín. (það er reyndar von. Mér finnst Iíka gaman að heyra til hans). — Annars var það ekki þetta, sem ég ætlaði að segja, hcldur hitt, að ég var stór hneyksl- uð og móðguð og reið yfir þeim spilagosa- skap og þvi stórmennsku-brjálæði, sem mér virtist koma fram í orðum þórbergs þórðarsonar, þegar hann var að gaspra við Hjörvar þetta kvöld. Ég get ekki nefnt það annað en gaspur (eða þá gamb- ur). þarna var þessi ábyrgðarsl jói fleypr- ari beinlínis að leyfa sér það, að bora sig saman við frelsarann. — Getið þið hugsað ykkur meiri óforskömmugheit í gambri? Og það á sjálfum jólunum. Hann sagði eitthvað á þá leið, að sér hefði verið láð það, að hann hældi sér, cn hann sagði, að Kristur liefði gert það sama. (Hann tilfærði meira að segja setningu úr Jóhannesar-guðspjalli: Ég er yður vegurinn, sannleikurinn og lífið). Og þórbergi fannst hann hafa sams kon- ar rétt eins og Kristur til að „hæla', sér, ÚTVARPSTtÐINDI 213

x

Útvarpstíðindi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Útvarpstíðindi
https://timarit.is/publication/715

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.