Útvarpstíðindi - 20.01.1941, Blaðsíða 11

Útvarpstíðindi - 20.01.1941, Blaðsíða 11
Erindi Bjöms magisters Sigíússonar um menntavegi á 12. öld var að mörgu leyti merkilegt og bar vitni um skarp- legar athuganir höfundar, en ekki þótti mér efnið nógu skipulcga fram sett — heildaráhrif rofin með upptalningu auka- atriða. — Um flutninginn er það að segja, að lmnn var að sumu leyti glæsilegur og mjög persónulegur. — þó ekki að öllu leyti góður, því að gjörsamlega voru þverbrotnar sumar helztu reglur um upp- lestur, t. d. um fall lestrarlagsins í enda setninganna, og áherzlur voru á hinum ólíklegustu stöðum og þau atriði, sem mestu máli skiptu, ekki lesin með mciri þunga en önnur. — En margt fleira kem- ur til greina um upplestur, og virtist mér það flest i góðu lagi hjá B. S. þórunn Magnúsdóttir Ias upp sama kvöldið. Svipað má segja um upplestur þórunnar og Björns. Hann var persónu- legur og skýr, en þórunn kann auðheyri- lega lítið til upplestrar og cr auk þess ekki vel smekkvís á að nota í hvert sinn þann raddblæ, sem við á. Enga list gat ég fundið í sögu hcnnar. Skal ég þó ekki fullyrða, að sngan hafi verið með öllu ómerkileg, en greinileg afturför frá sumum öðrum sögum, sem hún hefur lesið i útvarp. Barnatíminn á sunnudaginn (12. jan.) hjá þeim Helga Hjörvar og Bjarna Bjömssyni var skemmtilegur -r- bæði saga Hjörvars og söngur Bjarna. Mér finnst, að Bjarni ætti að koma nokkuð oft fram í barnatímum, því að honum tekst jafnan vel að skemmta áheyrend- um, bseði börnum og fullorðnum. En sá galli var á þessum söng, að eitt kvæðið var svo herfilega illa ort, að það er til i skammar fyrir Ríkisútvarpið, að slíkt sé flutt á vegum þess. Ef ég man rétt, hefst þetta kvæði þannig. „Ég langömmu á, sem að létt er i lund“. Kvæðið er allt band-vitlaust rimað. Allt með horliðum, vanrími, ofrími o. s. frv., sbr. t. d. 1-in þrjú í fyrsta vísuroðinu (of- rím). — Ef lag við slíkt kvæði er sæmi- legt, og einhver góð eða gamansöm hugs- un í kvæðinu sjálfu, þá á að láta lag- færa það, a. m. k. svo, að það losni við áberandi rímgalla. það ætti að kynna danslögin i útvarp- inu, a. m. k. eitt kvöld í viku, t. d. sunnu- clagskvöldið. Mjög oft langar fólk til að vita, livað hin ýmsu lög heita og hverjir hafa sungið þau og leikið inn á hljóm- plötur. Bezt væri þeirri kynningu fyrir lcomið þannig, að hún væri lesin upp, rétt eftir að byrjað er að leika hvert lag og lítið eitt dregið úr hljómmagni þess á meðan. Aldrei get ég iallið frá þeirri skoðun minni, að það sé röng stefna hjá for- ráðamönnum útvarpsins, að haga svo til, að beztu liðir hverrar vikuskrár séu um helgar, enda er þetta gagnstætt þeirri til- högun, sem höfð er hjá nágranna-þjóð nnum. Mikill fjöldi af hlustendum útvarpsins hafa þá föstu venju að fara helzt út af heimili sínu til skemmtana eða annars um helgar, einkum á laugardagskvöld- um. Flest er þetta fólk, sem vinnur verk sitt sex daga vikunnar, en hvílist hinn sjöunda, cins og guðs og manna lög gera ráð fyrir. Laugardagskvöldið er þvi eina kvöld vikunnar, sem þetta fólk getur leyft sér að vaka fram eftir og hlýtur því að vera til þess valið. Um helgar fara menn líka mjög oft í heimsóknir til kunningja sinna, en slik gestkoma trufl- ar vitanlega heimamenn í því að hlusta á útvarpið, þótt þeir hcfðu annars hugs- að sér að hlusta. Svona er þetta um mog- in þorra fólks í bæjum og þorpum (en þar býr mestur hluti landsmanna) og c ÚTVARPSTÍÐINDI 211

x

Útvarpstíðindi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Útvarpstíðindi
https://timarit.is/publication/715

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.