Útvarpstíðindi - 20.01.1941, Blaðsíða 6

Útvarpstíðindi - 20.01.1941, Blaðsíða 6
vott um óvenjulegan dugnað, fjöl- hæfar gáfur og mikla þekkingu. Úr kvæöum Kristjáns Einar. sonar. Á lcvöldvökunni á miðvilcud. mun Björn Guðmundsson frá Fagradal lesa nokkur kvæði eftir Kristján Ein- arsson frá Djúpalæk. Kristján er fæddur að Djúpalæk í Norður-Múla- sýslu 16. júlí árið 1916, sonur Einars Eiríkssonar bónda þar. Hann stund- aði einn vetur nám við héraðsskólann að Eiðum og síðar við Menntaskóla Akureyrar. Nú er hann giftur Unni Kristján Einarsson. Friðbjamardóttur frá Staðartungu í Hörgárdal, og eru þau búsett á föð- urleifð hennar. Kristján er afkomandi Kristjáns Fjallaskálds og arftaki hans í ljóða- gerðinni og ekki laust við að gæti áhrifa frá honum. Víða gætir nokk- urs þunglyndis, en hann getur einnig verið hnittinn í glettni og napuryrð- um eins og nafni hans. Bindind'smálahvöldjl. febr. Eins og venja hefur verið nokkur undanfarin ár, verður útsending út- varpsins þetta kvöld að miklu leyti helguð bindindisstarfseminni í land- inu. ; ,fj)P En sem kunnugt er hafa bindindis- menn kjörið sér þann dag til áróð- urs fyrir málefnum sínum. Magnús Jónsson, súid. jur. Að þessu sinni verður það Sam- band bindindisfélaga í skólum, sem sér um útvarpskvöldið, ásamt Stór- stúku Islands. Kvöldið hefst með ávarpi Magnús- ar Jónssonar stud. jur., sem er rit- ari S. B. S. Síðar talar Jón Emilsson stud. art., Guðjón Halldórsson bankaritari og Friðrik Á. Brekkan stórtemplar, sem talar af hálfu stórstúkunnar. Á þessu ári eru 10 ár liðin, slðan S. B. S. hóf starfseipi sína. Nú eru í því 27 félög með um 2500 félags- mönnum. Allt til þessa hefur sam- bandið verið í öruggum vexti og starfsemin smátt og smátt verið að 208 ÚTVARPSTÍÐINDI

x

Útvarpstíðindi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Útvarpstíðindi
https://timarit.is/publication/715

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.