Útvarpstíðindi - 20.01.1941, Blaðsíða 7

Útvarpstíðindi - 20.01.1941, Blaðsíða 7
komast í ákveðnara horf. Aðalverk- efni samtakanna hefur til þessa ver- ið að vinna gegn áfengisneyzlu í skól- um Iandsins, en auk þess hefur það Guðjón Halldórsson, bankaritari. látið íþróttamál til sín taka, m. a. gengizt fyrir keppni milli skóla í handknattleik og veitt verðlaun í því skyni. Nú á þessu 10 ára afmæli sínu hyggst S. B. S. að taka upp ákveðn- I'riðrik Á. Brekkan, stórtemplar. ari baráttu en áður gegn tóbaksnautn ^skulýðsins í landniu, eins og næsta eintak af blaði félagsins, Hvöt, sem kemur út 1. febr., mun bera með sér. Drykkjumannahæli — ölæðisspítali. Föstud. 31. jan. flytur ófeigur Ófeigsson læknir erindi um meðferð og lækningu drykkjumanna. Ó. Ó. hefur kynnt sér þessi mál bæði í Evrópu (Englandi og Dan- mörku) og í Ameríku. Ófeigur hefur lengi haft áhuga fyrir þessum málum og lagt sérstaka alúð við að kynna sér þau. Telur hann bráða nauðsyn á, að komið sé upp ölæðisspítala hér í bænum, sem hafður sé til þess að leggja inn á öl- óða og ofdrukkna menn, meðan þeir eru að jafna sig. Þar geti þeir fengið viðeigandi meðferð, svo að þeir nái sér sem fyrst eftir ölvunina og afleiðingar hennar. Þetta væri miklu heppilegri ráð- stöfun heldur en að setja þá í tugthús, eins. og nú er neyðzt til að gera. í sambandi við þessa stofnun þyrfti svo að koma drykkjumanna hæli, einhvers staðar úti á landi. Þangað færu aðeins þeir, sem álitið væri að þyrftu að fá sérstaka með- ferð vegna langvarandi drykkju- skapar. Útvarp írá Reykjavík á erlendum tungumálum. (Bylgjulengd 1442 metrar). Kl. 17.00—18.00 alla daga, nema laugardaga og sunnudaga. Út- varp á ensku vegna brezka setuliðs- ins. Setuliðið sér að öllu leyti um dag- skrárefni. Venjulega er endurvarpað fréttum frá London fyrsta stundar- fjórðunginn, en dagskráin er að öðru leyti skemmtidagskrá. Kl. 18.00 alla virka daga útvarp frétta á dönsku vegna hlustenda í Grænlandi. Sendiherra Dana sér um samningu frétta og fréttaþul. ÚTVARPSTlÐINDI 207

x

Útvarpstíðindi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Útvarpstíðindi
https://timarit.is/publication/715

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.