Nýja konan - 01.07.1934, Qupperneq 9

Nýja konan - 01.07.1934, Qupperneq 9
Nýja konan 9 Um þessar muntlir nýtur verkalýöur Sovét- Lýöveldanna sólar Of; sumars á h r e s s ing ar hæl um oj; baðstöðum. — Myndin sýnir tví- hýlisstofu á einu slíku hæli. krókloppnar. Ég varð liissa cina nóttina, eftir að ég var nýbyrj- uð að vaska. Ég fann ekki, að ég hefði hendur. Svo hreyfði é<i miir. Þá kom náladofi. Svo hún »hantéraði« mig þá svona, fiskvinnan! Allt af, þegar ég hvíldi hendurnar, kom dofinn. Ég hálf skammaðist mín fyrir að vera svona ónýt og hugsaði mér að gefa hinum gætur og sjá, hvort þær væru svona. A móti mér stóð fullorðin stúlka Hún var tannlaus og kinnfiska- sotrin. Þó liún væri ekki nema fertug, var hún hrukkótt og ellileg. Ég sá hana oft á morgn- ana hrista hendurnar og gretta sig. Stundum sneri hún sér undan. »Hvað gengur að þér?« sagði ég. »Það veit enginn nema sá eini, hvað ég tek út í hönd- unum nætur og daga. Oft get ég ekki sofið. Það er hein- himnubólga«. »Ertu frá þér að vinna með hana?« sagði ég. »Læknirinn er búinn að marg- banna mér að vaska; ég hefi verið svona í mörg ár. En ég verð þó að lifa á einhverju og hún mamma*. Ég þagnaði °g horfði ráðalaus á kvalakippina í andliti hennar. Hún fór að opna hitabrúsa og ylja sér á svörtu kaffi og bauð mér um leið sopa yfir karið. Við vor- um skyndilega truflaðar af há- vaða frá innsta karinu. Ham- ingjan góða! Tvær stúlkur studdu Siggu — sem var að koma 1 morgun í fyrsta sinn — náhvíta á milli sín. »Hvað er þetta?« sagði ég og fékk hjart- slátt. »Þetta er nú svo alvana- legt hér. Ég hefi nú séð líða yfir fáeinar í þau 16 ár, sem ég hefi vaskað hérna. Þær þola ekki kuldann«. sagði sú með kaffibrúsann. Nokkrum dögum seinna var autt plássið við hægri hlið mína. Stúlkan, sem þar stóð, hafði kvartað um tak undan- farúa daga. Nú var hún lögst í brjósthimnubólgu. »Ég verð víst að hætta líka*, sagði kona, sem stóð við vinstri hlið mér. »Eg hefi svo slæma sinaskeiðabólgu í úlnliðnum«. »Yefðu þig með tjöruhampi og settu klóróform- olíu undir«, sagði sú fertuga. Konan reyndi þetta. Hún varð að halda áfrain í fulla hnef- ana; þurfti að sjá fyrir 2 börn- um. Eftir 2 vikur voru margar á stöðinni komnar með hamp- veíjur. Við höfðum ekki tíma til þess að hlaupa til læknis í hvert sinn og eitthvað bar út af þennan stutta tíma, sem at- vinnan var. Læknirinn sagði líka allt af það sama: »Bara hætta við kalda vatnið og erf- iðið!« Ég segi frá fyrstu vertíðinni af því hún er mér minnisstæð- ust. Þá leit ég ókunnuglega á hluti, sem nú eru hættir að gera mig forviða vegna þess, að þeir eru daglega að ske. Allar stúlkur og konur. sem fiskvinnu stunda, vita, að þetta er engin skáldsaga. Þarf þetta þá endilega að eiga sér stað? Þurfa tugir og hundr- uð íslenzkra kvenna að tapa heilsu sinni og æsku löngu fyrir tímann? Auðvitað verðum við að vinna fiskvinnu. Auðvitað verður hún allt af erfið. En að- búðin verður að batna. I kör- unum verður að vera upphit- unarrör, sem sé búið að hita vatnið um nokkrar gráður áð- ur en byrjað er að vaska og haldi því síðan jafn volgu all- an daginn. Að fiskurinn skemm- ist vitund við það er fjarstæða. Á sumrin er vatnið auðvitað hlýtt og þá ennfremur sjórinn, þar sem vaskað er úr honum. Ekki ber þá á skemmd í fisk- inum. I vaskahúsunum þurfa að vera oínar, sem geri það bærilegt að liafast þar við. Þetta er mjög auðvelt þar sem þurk- hús eru á stöðvunum. Og þó svo sé ekki, ætti það að vera skylda hvers einasta atvinnurekanda, að setja hitunartæki í húsin. Ég ber þetta undir alla, sem hafa minnsta áhuga fyrir heil- brigði og mannúð. Andúðin gegn þessari meðferð þarf að koma hvaðanæfa að. En stúlk- ur! Við megum ekki setja traust okkar á samúðarlijal, sem koma kann fram yfir kaffiborðum smá- borgaranna. Ykkur, stéttarsyst- ur, vildi ég fyrst og fremst vekja til umliugsunar í þessu efni. Við eigum allt líf okkar í hættu. Við setjum fram þá kröfu, að öll vaskahús og vatn verði upphituð, og við skulum með samtökum okkar hamra hana í gegn. Á hverri stöð og í okkar félagi berjumst við fyrir henni og við hljótum að sigra. Gömul vaskastúlka. „Réttlælismálin44. íhaldið og Alþýðullokks- broddarnir hafa löngum tönnl- ast á því, að liin nýju kosn- ingalög væru lausn á réttlætis- málunum, eða a. m. k. stór framl'ör frá áður gildandi kosn- ingalögum. En hvernig er þetta 1 reynd- inni? K. F. 1. fékk um 3100

x

Nýja konan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Nýja konan
https://timarit.is/publication/716

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.