Útvarpstíðindi - 17.02.1941, Blaðsíða 13

Útvarpstíðindi - 17.02.1941, Blaðsíða 13
á það einnig við um hófdrykkjumennina, Því að samkvæmt nýjustu rannsóknum benda miklar líkur til, að heilinn geti aldrei að fullu hætt sér upp það tjón, sem áfenginu hefur einu sinni tekizt að vinna á starfsemi heilafrumanna, hvort sem það er mikið eða lítið. Reynist þetta rétt, hafa bindindismönnum enn bætzt mikilvæg rök til stuðnings baráttu þeirra við á- fengið. Kvöldvakan 22. jan. var yfirleitt góð. Endurminningar Páls Sigurðssonar frá Pykkvabæ, sem Helgi Hjörvar flutti, voru fróðlegar og greinagóðar frásagnir um œskuumliverfi þeirra manna og kvenna, sem nú eru óðum að hverfa af leikvelli lífsins. Gæti ég trúað því, að margt yngra fólk í sveitunum á „milli sanda" hafi haft gaman af að ldusta á þær og hera saman við umhverfi og viðhorf þeirrar æsku, sem nú elst þar upp. Erindi Pálma Hannessonar um viðlögin var ágætt. Pálmi er alltaf aufúsugestur í útvarpinu og ekki sízt á kvöldvökunum. Hann hefui' oft flutt þangað með sér seið- þrunginn andblæ gamalla alþýðlegra sagna, sem hlustendum hefur getizt vel að, og ekki tókst honum ver að framreiða bafnlausu alþýðulögin, viðlögin og viki- Vakana. það er alltaf eitthvað ljóðrænt við það, sem Pálmi flytur, og þegar hann flutti erindið um viðlögin, datt mér ó- sjálfrátt í hug, að hcfði hann verið uppi fyrr á öldum, mundi hann vafalaust hafa orðið höfundur margra „lyriskra" við- iaga. * Orð í eyru útvarpsráðs og leikmanna. I 14. tölublaði Útvarpstíðinda er grein eftir ritstjóra blaðsins. Hann minnist á *ði margt, sem fram hefur fai'ið. í útvarp- inu. En eitt er það, sem ég vil sérstaklega undirstrika í grein hans. það er um tím- ann, sem útvarpsráðið velur fyrir leikrit- in. það er án efa óheppilegasta kvöld vik- unnar og færir K. F. góð rölc fyrir því, en Það má bæta fleiri rökum þar við. Eftir minni reynslu, er það sá liðurinn i dagskránni, sem lang flestir hlusta á. En fjölda mörgum er það fyrirmunað nema með því að sleppa öðru, sem á hoð- íttvarpbtíðindi stólum er til skennntunar og fróðleiks. Hér á Akureyri er það á góðum vegi með að eyðileggja starfsemi leikfélagsins. það er orðið þýðingarlítið að auglýsa leik á laugardagskvoldum. Laugardagskvöld liafa lengst af verið beztu kvöldin bæði fyrir leikstarfsemi og aörar kvöld- skemmtanir. En nú versnar þetta vetur eftir vetur. Ég dæmi þar af eigin reynslu, því að ég hef starfað við leikhúsið hér í 18 ár, og ég heyri marga segja: „það á að leika í útvarpinu í kvöld, og ég vil ekki missa af því“. Ég vil nú stinga upp á því, að útvarps- ráð liafi nú dagaskipti. Leiki á mánu- dagskvöldum, en hafi þáttinn um daginn og veginn á laugardagskvöldum. Á mánu- dagskvöldum eru liér engar skemmtanir, engir fundir og engar kvikmyndasýning- ar. þá sitja langflestir heima. þátturinn um daginn og veginn var lengi annar skennntilegasti þátturinn í dagskrá út- varpsins á meðan Jón Eyþórsson og Vil- hjálmur þ. voru einir um hann. En þaö er ómögulegt að segja, að hann sé það nú, þó að hann sé oft góður enn þá. Ég er viss um, að breytnigin yrði vinsæl. Að endingu vil ég svo minnast á með- fcrð leikenda útvarpsins á hlutverkum. Mér finnst vanta á, að þeir skilji það, að þeir eru að tala í gegnum útvarp, en ekki á „senu“, innan fjögurra veggja. Við, seni búum vð eilífar truflanir, hljótum að tapa miklu úr hverjum einasta leik. það er talað of fljótt og of óskrýt. Lágt og ó- skýrt tai og hvíslingar mega ekki eiga sér stað. það er meira varið í það fyrir hlustendur, að heyra og njóta efnis leiks- ins, en að það sé lcikið af þeirri list, sem nauðsynleg er á venjulegu leiksviði, því að í leikliúsi heyrir maður og sér, eða öllu heldur: maður skilur leikinn af að sjá hann, þó að einstaka orð heyrist ekki. En að hlusta á leik í útvarpi og tapa úr honum, oft áhrifamestu köflunum, er á- líka skemmtilegt eins og að lesa sögu, sem vantar í margar blaðsíður víðsvegar um bókina. þetta vil ég biðja leikendur útvarpsins að festa sér í minni — og breyta eftir. Annars eru það orðin hreinustu vand- ræði að geta notið þess, sem sagt er og 269

x

Útvarpstíðindi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Útvarpstíðindi
https://timarit.is/publication/715

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.