Útvarpstíðindi - 17.02.1941, Blaðsíða 14

Útvarpstíðindi - 17.02.1941, Blaðsíða 14
gert í útvarpinu, fyrir þessum andstyggi- lega hávaða í rússnesku stöðinni. Eftir að útvarpsstöðin var stækkuð bar lítið á þessu. En í vetui' er það alveg óþolandi. Ef ekki er hægt að laga þetta, held ég, að það væri eins gott að loka útvarpinu. Akureyri 1. febr. 1941. . Kr. S. Sigurðsson. „Takið undir“, segir Páll ísólfsson, og öll íslenzka þjóðin syngur — og tekur undir. Sumir i „þjóðkórnum" syngja full- um hálsi, aðrir raula, en hjá öðrum berg- málar söngurinn aðeins í hug og hjarta. þjóðin er söngvin, og þó syngur hún alltof lítið. það þarf alitaf fyrst að leysa hana úr læðingi, örfa hana, til þess að hún geti sungið, enda þótt hana langi til þess, og hún hafi þörf fyrir það. En þá fyrst getur hún líka sungið sig saman. Páli ísólfssyni hefir tckizt vel að slá á strengi þjóðarhörpunnar, og hann virðist liinn rétti maður til þess að ná úr henni skærum og hreinum tónum. Söngtíminn hans Páls er orðinn sá dagskrárliður, sem almennt er hlakkað til. Hann hressir og lífgar, en svo gei'ir hann líka annað: hann veitir létta kennslu í meðferð söngs, og sú kennslustund líður án alls leiða og þreytu, og skilur meira að segja við menn hressa í skapi og glaða í lund. Slíkt er ekki einskis virði. Enn er einn kostur ó- talinn — og hann er sá, að við erum óafvitandi að syngja oklcur upp í þjóð- ernislega vakningu, því Páll er svo þjóð- legur, að hann lætur byrja á að syngja hin gömlu, góðu og sígildu ættjarðarlög okkar, sem voru í þann veginn að glat- ast og gleymast. En ljóð og lög hverrar þjóðar eru spegilmyndir af hennar innra lífi. Páll, haldið áfram að æfa „þjóðkórinn og flytjið söng inn í hvert einasta heimili Við tökum öll undir. Karl Helgason. Mikið af „r ö ddu m“ bíður birtingar. Lundúna Lljómkviðan flutt 25. febrúar Joseph Haydn (1732—1809) er hinn mesti galgopi á meðal tónskáld- anna. Verk hans eru ágæt sönnun fyrir því, að klassisk „músik“ þarf engan veginn að vera torskilin eða óaðgengileg almenningi. — Haydn hefur samið fleiri en 100 hljómkvið- ur, og mun enn ekki lokið við útgáfu þeirra allra. Bygging Lundúnahljómkviðunnar •— hún var samin í Lundúnum — er í aðalatriðum hin venjulega: fjörugur fyrsti þáttur, blíður og hægur annar þáttur, dansþáttur og hraður loka- þáttur. Sérstaklega skal bent á hina 2 síð- arnefndu. Hinn þriðji nefnist Menu- etto, en aðeins miðkafli hans er eins fíngerður og menuettinn var upp- runalega, aðalkaflinn er með sterkri og fastri hrynjandi. Hér birtist, eins og víða hjá Haydn — ósvikinn aust- urrískur bóndadans í listrænum bún- ingi. Einnig síðasti þáttur ber þjóð- legan svip; stefið er jafnnvel talið unnið úr kroatisku þjóðlagi. Heyrist það fyrst einraddað, stutt á grunn- tóninn í bassanum, og er þetta líkt belgpípublástri Skota, eins og hann hefur varðveitzt hjá þeim gegnum aldirnar. R. A. Á kvöldvökunni á miðvikudaginn mun Jón Eyþórsson eiga samtal við þingeyska merkisbóndann Baldvin Baldvinsson á Ófeigsstöðum í Kalda- kinn. Ræðir Baldvin þar m. a. um ferð, er hann fór hér austur í sýslur sunnan lands nú nýlega. Baldvin á Ófeigsstöðum er maður allvel ritfær, áhugasamur um lands- mál og talinn greindur vel, enda hef- ur hann jafnan haft á hendi mörg trúnaðarstörf fyrir sveit sína og hér- að. 270 ÚTVARPSTÍÐINDI

x

Útvarpstíðindi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Útvarpstíðindi
https://timarit.is/publication/715

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.