Útvarpstíðindi - 08.06.1942, Side 4

Útvarpstíðindi - 08.06.1942, Side 4
Soo segir m. a. í jormálsorðum Jóns Ólajssonar jyrir Ijóðmœlum Kristjáns : . .. Kristján óx upp við álíka kjör og fátæk bændabörn eiga víðast við að búa á íslandi. Var honum eigi til náms haldið í æsku framar en að læra kverið, lestur og skrift, og ef til vill eitthvað að reikna; enda var hann í barnæsku að kalla, er hann missti föð- ur sinn, en móðir hans, er giftist aftur, fátæk eða efnalítil, en börn fleiri fyrir að sjá. Var því eigi við að búast að hún hefði efni á, að gera meira fyrir hann en hin börnin og Kristján var námfús mjög á unga aldri............ Norræn fornrit hafði hann lesið með alúð og var prýðisvel að sér í dönsku, las sænsku, skildi rétt vel þýzku, og fleytti sér dálítið í þýzku áður en hann kom í skóla..... Skólanám sitt rækti hann í meðallagi eða jafnvel betur. ... Framan af æsku var Kristján reglumaður og laus við drykkjuskap. . ..En því er miður að óminniselfur Bakkusar, þessi Lepelind, er allt of margir meðal íslenzkra skálda hafa reynt að drekkja sorgum sínum í, virð- ist spretta upp helzt til nærri rótum Parnassus. Og Kristján hafði, eigi síð- ur en aðrir, nógar sorgir, sannar og í- myndaðar, til þess að drekkja í þessum brunni. Stúlka brá heiti við hann, er hann unni hugástum, og þótt slíkt sé gömul saga í heimi þessum, þá er hún þó jafnan ný fyrir þann er það reynir, en skapferli manna misjafnt, og ólíkt, hver áhrif sorgin hefur .... En Krist- ján var maður þunglyndur í skapi og tók sér þetta nærri; og bæði gremjan yfir þessu og sorgin yfir þeim örðug- leikum, er á því voru fyrir hann að afla sér menntunar og koma sér áfram í heiminum — þeim örðugleikanum, sem hann örvænti oft um að fá yfir- stigið — hvorttveggja þetta mun hafa fallið honum þyngra en svo, að hann fengi það afborið. Efagirni vakti hon- um sturlun og þunglyndi, og þeir, sem þunglyndir eru í verunni, eins og Kristján var, geta ekki án sorgar lifað, því að þá er heimurinn færir þeim ékki sorgarefni, þá búa þeir sér það til sjálfir. Það er nú þeirra eðli. Slitnir menn geta ekki verið sælir, því að hvort sem lífið fer með þá vel eða illa, þá er það þeim samt byrði. .... Það kann nú mörgum að þykja að Kristján hafi Iitlar áhyggjur þurft að hafa af lífi sínu og slíkt hef ég heyrt marga segja, þar sem svo margir hafi styrkt hann og borið á höndum sér hér syðra......En þessleiðis féstyrkur frá einstökum mönnum; eins og þó einn gæfi honum tíma og tíma að éta, ann- ar 10 eða 20 ríkisdali o. s. frv., oft með tilhlýðilegum siðferðilegum fyrirlestr- um, — til þess þykjast margir með velgerð kaupa sér einskonar rétt, að pína menn og kvelja, pynda og plága með áminningum og fortölum um það, sem hver maður veit eins vel og þeir sjálfir, — þessleiðis styrkur er frem- ur til að gera þann hugsáran af þung- lyndi, er það þarf að þiggja, en þess að lyfta huga hans og láta hann finna sig frjálsan og óháðan. Það er fremur gleðiríkt að vita, að það sem maður ætti að fá af almannafé eða stofnsjóði í heiðursskyni sem sjálfsagðan skyldu- skatt, það verður maður að þiggja hér sem nokkurskonar ölmusumaður. Þetta eru nú þau kjör, sem íslendingar bjóða sínum skáldum; það er eðlilegt, að þau séu ánægð með lífið. 344 ÚTVARPSTÍÐINLM

x

Útvarpstíðindi

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Útvarpstíðindi
https://timarit.is/publication/715

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.