Útvarpstíðindi - 08.06.1942, Síða 10
Smælkí
Hár aldur.
E'nskur bóndi, Thomas Parre, varö
152 ára og átti son, sem varð 127 ára.
Hann varð þjóðkunnur fyrir það, að
hinn frægi skurðlæknir Harvey skav
upp lík hans og ritaði stóra bók um
hann. Þegar Thomas var 101 árs gam-
all, var hann tekinn fastur fyrir skír-
lífisbrot, og þegar hann var 120 ára,
kvæntist hann ekkju, sem fullyrti, að
sér dytti aldrei í hug, að hún ætti gaml-
an mann.
H. Jenkins, sem dó 1670 í Yorkshire,
varð 169 ára. Skömmu áður en hann
dó var hann kallaður fyrir rétt til að
bera vitni um atburð, sem skeð hafði
fyrir 140 árum, og reyndist þá minm
hans með afburðum.
Skurðlæknirinn Politman í Lothrin-
gen varð 140 ára; hann átti þá unga
konu, sem þjáðist af krabbameini, og
það mein skar hann upp daginn áður
en hann dó. Um hann gengur sú saga,
að hann hafi verið fullur á hverju
kvöldi frá því hann var á 25. árinu.
Hann átti í því efni sammerkt við
danskan mann, sem hét Drakenberg
og varð 146 ára.
Við hann sagði Friðrik konungur
fjórði: — Þér hljótið að hafa verið
stakur reglumaður um ævina!
— Já, yðar hátign, svaraði Draken-
berg, — ég hef aldrei farið ófullur f
rúmið síðustu hundrað árin.
Staka.
Vaða flestir synclasjó,
sina lesti bera.
Ojt eru verstir þeir, sem þó
þykjast beztir vera.
Leijur Eiríksson
á Raufarhöjn.
Ungfrú Kristín Sigurðardóttir
hefur lesið nokkrum sinnum upp í út-
varpið, og nú síðast vögguvísur eftir
ýmsa höfunda. Hún hefur viðfelldna
rödd og töluverða æfingu í upplestri.
/Vo/^rir dagsk/árliÓir.
Vilhjálmur Þ. Gíslason hefur und-
anfarið lesið Alþingisrímur með skýr-
ingum. Er gaman að fá þessar skýr-
ingar fram í dagsljósið. Sunnudaginn
14. júní verðuj' lokaerindi V. Þ. G. um
þessar sögulegu og skemmtilegu rímur.
Frú Vivan Jakobsson, sem les upp á
sænska kvöldinu, er sænsk, en hefur
dvalið hér á landi nokkur ár, gift Bene-
dikt Jakobssyni fimleikakennara. Hún
talar óg les íslensku vel.
Setning Synodus verður útvarpað frá
Dómkirkjunni 18. júní. Um kvöldið
verður einnig útvarpað synoduserindi.
Kvenna\völdiÓ 19. júní.
Kvenstúdentafélag íslands og Kven-
350
ÚTVARPSTÍÐINDI