Útvarpstíðindi - 08.06.1942, Qupperneq 12

Útvarpstíðindi - 08.06.1942, Qupperneq 12
Munib sveitina. Á kvöldvoku Búnaðarfélagsins í vetur flutti Bjarni Ásgeirsson ágætt erindi, er hann nefndi: ,,Konan“. M. a. benti hann á, með réttu, að nauðsynlegt væri, að hafa fleiri kvennaskóla hér. Vegna þess hve mörgum ungum stúlkum er, sökum rúm- leysis, árlega vísað frá kvennaskólunum, fara þær oft í aðra skóla en þær höfðu ætlað. Þessi vönt- un á húsmæðraskólum í sveit er e. t. v. oft or- sök þess, að ungu stúlkurnar hverfa úr sveit- inni á haustin. ,,Svo fara piltarnir á eftir“ sagði Bjarni. Hann gat þess einnig, að hin margvíslegu þægindi kaupstaðaheimilanna ættu mikinn þátt í að draga fólkið til sín. Þessu dettur engum í hug að neita. En hann gleymdi að geta þess, að sveitin hef- ur margt til síns ágætis, sem kaupstaðinn vant- ar. Vitanlega er mjög nauðsynlegt að hafa vist- lcg, björt og hlý húsakynni. En ég vildi ekki skipta á íburðarmiklum húsbúnaði, dýrum gólf- ábreiðum, djúpum stólum, málverkum og öðru slíku, og hinu holla andrúmslofti sveitanna, tún- inu kringum húsið mitt eða bæinn, og öðrum ó- mctanlegum gæðum sveitalífsins. Hve miklu mun það líka vera hollara að taka reiðhestinn til ferðalaga en bíl með bensínlykt og reykjar- svælu. Það, hve margir kaupstaðabúar hverfa í sveit á sumrin, sannar, að það er eitthvað, sem vantar í bæjunum. Eg veit, að mörg kaupstaðakonan skilur, að það er nauðsynlegt, að barnið hennar dvelji í sveit því til heilsubótar. En hversu glaðar yrðu þær ekki margar, ef þær ættu þar sjálfar lítið og snoturt heimili. Mikið er nú rætt og ritað um burtför unga fólksins úr sveitinni, en aftur minna um það, hvað gera þurfi til þess, að það telji sér fært að vera þar um kyrrt. Unga fólkið þráir að eignast sín eigin heimili. og skapa sér sjálfstæð störf. Sjálfstæðari og fjöl- breyttari en einhæfan og framtakslítinn búskap. Það þarf að hjálpa unga fólkinu til þess að ná þessu takmarki. Það þarf að skapa möguleika til þess í sveit- inni. Það vantar rafmagn. Það þarf að koma á fót vinnustofum í sveit- inni, þar sem rekin væri margskonar iðnaður, samhliða ræktun og búskap. Eg vil að endingu óska þess, að sem flestir hefðu í huga, það sem skáldið sagði: ..Starfið er margt, en eitt er bræðrabandið, boðorðið, hvar sem þér í fylking standið...." Sveitakona. Rödd úr Keflavík.. Eg er alveg sammála litlu sveitastúlkunni, sem skrifaði í 23. hefti Útvarpstíðinda. Mér finnst vera alltof 'mikið um symfóníur og þessi stóru verk eftir Debussy o. fl. Það er alltof lítið um íslenzk ættjarðarlög og létt lög, svo sem kvartettlög og harmónikulög. Á sunnudög- um t. d. byrjar dagskráin stundum með kvart- ett, í B-dúr eða septett, þá kemur hádegisút- varp með svipaðri músík, og þar næst miðdegis- útvarp með fantasíum og svo byrjar kvölddag- skráin með symfóníum. Væri nú ekki ráðlegra. til þess að gera öllum til hæfis, að hafa t. d. létt lög í miðdegisútvarpinu. Eg býst alveg við, að langtum fleiri hlusti á brezka tímann, sem byrjar klukkan 17,15 (þó að of mikið sé áf jazz- inum í honum), heldur en á miðdegisútvarpið á sunnudögum. Svo finnst mér að ekki ætti að spila sömu danslögin þessa tvo tíma, sem þau eru leikin á laugardögum og sunnudögum. Og að síðustu vildi ég biðja útvarpsráð að láta Bjarna Böðvarsson og hans vinsælu hljómsveit koma oftar fram. , .Kcflvikingur'. Illa valinn tími. Það vakti undrun mína, þegar ég sá í Út-* varpstíðindum fyrir vikurnar 10.—25. maí birt viðtal við Sigurð Nordal prófessor, þar sem sagt var frá því, að«hann ætlaði að hefja erindaflokk um heiðindóm, lífsskoðanir og siðareglur for- feðra okkar. Að vísu vakti þab ekki undrun mína, þótt prófessorinn ætlaði að tala um þetta efni, held- ur hitt, hvaða ár9tími erindunum var valínn. 352 ffrVARPSTÍDlNÐl

x

Útvarpstíðindi

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Útvarpstíðindi
https://timarit.is/publication/715

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.