Útvarpstíðindi - 08.06.1942, Síða 13

Útvarpstíðindi - 08.06.1942, Síða 13
 Sigurður Nordal er einhver allra eftirsóttasti og dáðasti fyrirlesari, sem í útvarpið talar, sakir mannvits og málsnilldar. Það er því næsta furðu- leg tilhögun, að höfuð erindaflokkur hjá honum skuli ekki fremur koma á vetrardagskránni, þeg- ar útvarpið á stærstan hlustendahópinn, heldur en í vorönnunum mestu, þegar a. m. k. allur þorri sveitafólksins, sem við jarðyrkju og sauð- burð er bundinn, á mjög örðugt — ef ekki ómögulegt með að hlusta á útvarp. Þessi fráleita tilhögun ber leiðinlegan vott um tillitsleysi út- varpsráðs til sveitafólksins eða skilningsleysi á hlustunarskilyrðum þess. Jafnframt því, sem ég læt óánægju mína í ljósi yfir þeim óheppilega tíma, sem erindum prófessorsins er valinn, vil ég sérstaklega þakka fyrir tvö atriði úr dagskrá útvarpsins. Hinn við- felldna söng Olafs Magnússonar og kvöldvöku Skagfirðingafélagsins og þá fyrst og fremst söng Sigurðar Skagfields — yndislegasta söngvarans okkar. Mér finnst reyndar, að það hefði mátt velja fallegri plötur eftir hann en gert var, eins og t. d. í dag skein sól og Til austurheims vil ég halda, en slíkt er í rauninni meira smekks- atriði, hvaða lög velja skal eftir söngvarann. Sigurhur Baldursson, Lundarbrekku. íslenzJ^a söngva og söngvara. Það hefur oft vakið undrun mína, þegar ég hef hlustað á nýja söngvara, sem aldrei hafa komið fram áður í útvarpið, að þeir skuli byrja með söngskrá, sem er að hálfu leyti útlend og misjafnlega túlkuð eins og gengur. Mér finnst þeir ættu að sýna meiri þjóðrækni, svona til að byrja með. Það er nóg til af fallegum íslenzk- um lögum, sem eiga miklum vinsældum að fagna hjá hlustendum. Þá er það annað, sem ég ekki get þagað yfir lengur og vildi fá ein- hverjar upplýsingar um. I dagskránni, einu sinni á viku, eru ,,Hljómplötur íslenzkra söngv- ara“, sem er vanalega afar stuttur tími, en þá eru alltaf eða oftast leiknar sömu plöturnar og venjulega sneitt hjá beztu söngvurum okkar ís- lendinga, þeim sem skara fram úr: Stefáni Guðmundssyni, Einari Kristjánssyni og Maríu Markan. Mér þætti betur við eiga, að hlustend- ur fengju sem oftast að heyra plötur eftir þessa söngvara, þegar þess er gætt, að hlustendur hafa ekki tækifæri til að hlusta á þá á annan hátt sér til ánægju. Með þökk fyrir birtinguna. V. St. Starfsaðfer&ir útoarpsráðs. Eins og útvarpsnotendur mun reka minni til, flutti Sigurjón Jónsson, fyrverandi læknir á Dalvík, tvö Jöng erindi í útvarpið sl. sumar. ..Lífskjör og heilsufar**. Erindin voru að veru- legu leyti hörð ádeila á undirritaðan, Jónas Kristjánsson lækni og Náttúrulækningafélag ís- lands eða stefnu þess, og eiginlega voru þau beint framhajd af skrifum S. J. gegn greinum eftir mig um heilbrigðismál í Morgunbl. vetur- inn áður. Erindin voru ekki aðeins samin í á- deiluformi, heldur krydduð aðdróttunum, svo sem ,,hóflausar öfgar“, ,,gersamlega órökstudd- ar fullyrðingar**, ,,alls ófróðir**, öfgafullir og einhliða**, ,,útúrsnúningar gegn betri vitund“ o. s. frv. Eg dreg í efa, að orðbragð þessu líkt hafi heyrzt í útvarpinu, nema máske í stjórn- málaumræðum. Sl. haust birtust erindin á prenti. Sendi ég þá útvarpsráði ítarlegt erindi um sama efni og lýsti þar málunum frá mínu sjónarmiði, með öllu ádeilulaust, en að ýmsu mjög á annan veg en S. J. Eg naut ráða Jónasar Kristjánssonar við samningu þess og bar það allt undir hann. Þó var hvergi, hvorki í skrifum okkar S. J. né í út- varpserindunum, farið verulega inn á svið læknisfræðinnar sjálfrar, málin voru rædd á al- mennum grundvelli en ekki ,,faglegum“, ein3 og liggur líka í augum uppi, þar sem málshefj- andinn, undirritaður, var leikmaður á sviði læknisfræðinnar, þótt hann hefði að undanförnu sett sig nokkuð inn í almenn heilsufræðileg mál. Umræður okkar S. J. snerust aðallega um heilsufar og hraustleika íslenzku þjóðarinnar á 19. og 20. öld og lifnaðarhætti hennar á sama tímabili, einkum mataræðið. Sjónarmið okkar beggja höfðu komið fram í Morgunblaðinu, og nú fékk S. J. aðgang að útvarpinu til þess að ræða málin, sem hann að vísu gerði á sinn máta — óátalið af útvarpsráði. Bar ég að sjálf- sögðu það traust til útvarpsráðs, að það stæði ekki að baki ritstjórum blaða og tímarita að frjálslyndi og kurteisi og leyfði hinum aðilanum að reifa málin, þar sem ég auk heldur fór að- eins fram á eitt erindi. En það undarlega skeður, að erindi mínu er hafnað, skýringarlaust. Rita ég þá útvarpsráði bréf, dags. 26. jan. sl., og fer þess á leit, að málið verði tekið til nýrrar athugunar. Svar út- ÚTVARPSTÍÐINDl 353

x

Útvarpstíðindi

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Útvarpstíðindi
https://timarit.is/publication/715

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.