Útvarpstíðindi - 02.06.1947, Page 6
222
ÚTVARPSTÍÐINDI
Hins vegar hef ég venjulega tíma
til að renna augunum yfir tilkynn-
ingarnar og kynna mér þær áður en
ég les þær. Þegar allt er með felldu,
og ég má lesa þær með þeim hraða,
sem mér er eiginlegur, þá les ég 100
orð á mínútunni, en tilkynningatím-
inn á að vera 15 mínútur. Stundum
eru tilkynningarnar svo miklar, að
maður kemst í tímaþrot. Og þegar
þannig stendur á, er ég smeyk um,
að lesturinn kunni kannske að verða
dálítið skrítinn, þegar maður sér að
klukkan er að verða 8 og fréttir eiga
að byrja.
Sérstaklega var þetta erfitt fyrir
kosningarnar í fyrra; þá voru til-
kynningarnar svo miklar. En það er
höfuð-synd, að geta ekki lokið við
að lesa allar tilkynningar, sem fyrir
liggja hverju sinni.
Stöku sinnum kemur líka fyrir, að
þingfréttirnar „nappa“ svolitlu af
tilkynningatímanum, þegar þær eru
langar. En það gerist sjaldan, nema
þegar tilkynningarnar eru aftur á
móti það litlar, að þingfréttirnar
mega ganga eitthvað út yfir tilkynn-
ingatímann".
— Hafið þér ekki stundum lesið
fréttir í útvarpið?
„Jú, ég las fréttir fyrir Jón Múla
í fyrra sumar meðan hann var í sum-
arleyfinu, — og ég verð að segja það,
að mér féll það þularstarf miklu bet-
ur. Það er miklu lífrænna að lesa
fréttir en tilkynningar. Sennilega er
tilkynningalesturinn leiðinlegasta
þularstarfið við útvarpið.
Annars eru upplestrar í dagskrá
það skemmtilegasta, sem ég veit við
útvarpið. Ég hef nokkrum sinnum
lesið kvæði og annað efni, bæði á
Happdrœtti
Háskóla
íslands
Dregið verður í 6. flokki 10.
júní. — Dregnir verða út 450
vinningar og tveir aukavinning-
ar, að upphæð kr. 150.600,00.
Hæsti vinningurinn er
15.000 krónur.
Dragið ekki að endurnýja.
Happadrætti
Háskóla íslands