Útvarpstíðindi - 02.06.1947, Qupperneq 10

Útvarpstíðindi - 02.06.1947, Qupperneq 10
226 ÚTVARPSTfT)TNDI Öratórið Júdas Mahhabeus eftir Hclndel í útvarpinu 14. júní EINN MESTI tónlistarviðburður sem átt hefur sér stað í útvarpinu verður laugardaginn 14. júní næst- komandi, þegar óratóríið Judas Makkabeus eftir Hándel verður flutt af samkór, drengjakór og hljómsveit Tónlistarfélags Reykjavíkur undir stjórn dr. Victors Urbantschitsh, með mörgum kunnum einsöngvurum, þar á meðal Einari Kristjánssyni. Text- — Viltu koma nokkrum boðum til hlustenda þinna? „Já. — Ég vil segja við þá þetta. íslenzk alþýða hefur verndað íslenzka tungu. Á vörum alþýðunnar er málið auðugast og safamest. Til alþýðunnar þarf alltaf að leita. Það þurfum við fyrst og fremst að gera sem höfum eins og kallað er lært þessi fræði. En ef ,lærður“ maður spyr alþýðuna um þessi mál, hrekkur hún við, verð- ur óttaslegin. Hún virðist vera haldin þeirri hugsun, að ef „lærður“ maður þekkir ekki þetta orðið eða hitt, þá hljóti það sem hún kann að vita vitleysa, bögumæli. Þetta er alrangt. Alþýðan býr yfir mestum fróðleik um tunguna. Ef til vill veit hún það ekki sjálf en hún gerir það samt. Þetta vil ég að alþýðan skilji — og viti, að hún getur kennt öðrum meira en þeir henni, í þessum efnum að minnsta kosti“. VSV. ann hefur Jakob Jóh. Smári þýtt úr ensku. Óratóríið „Júdas Makkabeus" var samið fyrir nákvæmlega 200 árum og vakti við fyrsta flutninginn svo mikla hrifningu, að það var sungið 30 sinnum á sama árinu 1747 í Lond- on. Efnið er tekið úr Makkabeabók biblíunnar og fjallar um hetjubar- áttu Gyðinga, sem börðust undir for- ustu Júdasar Mattatíassonar fyrir frelsi sínu og sjálfstæði á móti Sýr- lendingum og Egyptum um leið, en þeirri baráttu lauk með fullum sigri þeirra og vináttusáttmálum, sem Rómaveldið bauð Gyði,ngunum, sem tryggingu fyrir friðnum þar í land- inu. Um þetta segir í Makk. 2—5): „Mattatías safnaðist til fcðra sinna. Júdas, sonur hans, scm kallaður var Makkabeus, kom nú i hans stað. Allir bræður hans veittu lionum lið og þeir menn aðrir, sem fylgt höfðu föður lians, og börðust giaðir fyrir fsrael. En þegar Antíokkus frétti þessa viðburði, varð hann afar reiður og safnaði liði um allt ríki sitt. Var það óvígur her. Fól liann Lýsíasi, mikilsmetnum manni af kon- ungsætt, að refsa Gyðinguin. En liðinu stýrði foringi sá, er Gorgías hét. Júdas og bræður hans sáu, að voðinn fór æ vaxandi, og að óvinahérinn var setztur að í landi þeirra. Sáu þeir, að heiðingjar liöfðu óflýj- andi her, vel búinn og vígkænan. Þá mælti Júdas til sinna manna: „Látið yð- ur eigí í augum vaxa fjölmenni þeirra;

x

Útvarpstíðindi

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Útvarpstíðindi
https://timarit.is/publication/715

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.