Útvarpstíðindi - 02.06.1947, Page 13

Útvarpstíðindi - 02.06.1947, Page 13
ÚTVARPSTÍÐINDI 229 Heill, heill! Vér búumst brátt í stríð og beitum sverði’ í orrahríð. Nú fram með ótrauð hjörtu’ og sterka hönd að höggva af oss sárrar smánar bönd! StriSssöngur drengja og karla. KÓR: Vér sinnum ei hættum, en sækjum nú á, svo að þitt veldi, Jehóva, þjóð megi sjá. II. ÞÁTTUR. (Hátíð, haldin í tilefni af-unnum sigri yfir hersveitum Apolloníusar, landstjóra í Samaríu, og Serons, erindreka land- stjórans í Cælesýríu. — ófriður, hafinn af sýrlenzkri herdeild frá Egyptalandi, undir forystu Gorgiasar, er orsakar örvílnun meðal Israelsmanna. — Júdas vekur að nýju dvínandi hugrekki þjóðar- innar, svo að hún snýst gegn óvinunum. — Þeir, sem lieima sitja, láta í ljós fyrir- litningu sína á heiðinni slcurðgoðsdýrk- un, er saurgað hafði lielgidóminn í Jerú- salem, og þá ákvörðun sína, að tigna Guð ísraels og engan annan). Kór. KÓR: Sjá, féndur hnigu! Þannig falla þeir, sem þjóðar Júda inæta hvössum geir. Rezitaliv. ÍSAK: Ó, hetjan Júdas, um það yrkja niá, hve Apollóníus féll í sverða-þrá, öl-l Samaría flýði’, og flóttann rakst þú frækilega’, í bak þeim sverðum stakkst. Þú óðst um allan lierinn, líkl og ljón, í lambahóp sem gerir mikið tjón, og Seron féll, sá slolti Sýrlands son, með sínu liði - móti allri von. Dúett og kór. LEA og RACHEL: Zíon lvftir höfði hátt! Hefjum söng og bumbuslátt! Kór: Ilefjum söng og bumbuslátt!- Rezítatív. JODAS: Sætt óma ljóðin eyrum tnínum og englar hlusta, lofts við rið, [við þau ljúfu lögin á, sem líða yður frá. Aría. JÚDAS: Lof sé þér, guð, þú gafst oss sigurinn, þér einum heiðurinn! Gef föllnum frið! Rezítativ. SENDIROÐI: ó, Júdas, — ó, þér bræður! Nýtt biturt, blóðugt stríð nú brátt mun verað háð! Ei bíð! Því annars verðum vér að bráð þeim mikla Antíokkus, sem frá Egyptó út sendir grimman Gorgías, sem marg- an vó, því Ptólómeus hefur Memfis misst. Nú mætum vcr þá fyrst þeim hrausta Gorgías, sem sjálfur á að eyða Júda Iýð og sverði’ að slá. Passacaglia. LEA og KÓR: ó, Israel, hve aumt er þá ' jiitt ástand, glæstum sigri kominn frá. Rezítátiv, aría og kór. JÚDAS: Milt sverð! A móti Gorgíasi’ ég geng! Hinn grimmi Edóms-jarl skal ekki feng þeim fagna, er hann fýsir helzt að ná, nei, fyr skal hann míns Drottins veldi sjá. Nú þeytið lúðra borgarhliðum hjá og heitið alla vaska drengi á! Já, hlustið: Aftur út á rómu-völl! Einbeittni’ og réttur hrcyfa stærstu fjöll. DRENGIR: Nú þeytið lúðra borgarhlið- um hjá og heitið alla vaska drengi á! SAMKÓR: Já, heyr, já, heyr, það ógna’ og yndis kall, og ef vor bíður ósigur og fall, vér hnígum fyrir frelsi, trú og land!

x

Útvarpstíðindi

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Útvarpstíðindi
https://timarit.is/publication/715

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.