Útvarpstíðindi - 02.06.1947, Qupperneq 17
ÚTVARPSTÍÐINDI
233
LESTUR STURLUNGU.
Þorsteinn Magnússon skrifar: „Þá er
lestri Sturlungu lokið, og eru það mikil
þáttamót. Helga Hjörvar fatast aldrei
frásagnarlistin. Það var nú samt svo á
tímabili, að mér virtist að varla mætti
tæpara standa með listina þá, við hans
eigin athugasenuiir. Mér virtist hann í
sumum þáttum nokkuð hlynntur aðal-
illræðismönnunum, t. d. fannst mér hann
leggja þyngri dóm á þá sem flæmdu
Gissur í sýruna en þá, sem drápu Snorra
Sturluson. Iíins fannst mér hann hafa
tiihneigingu lil að niðra Þorvarði l>ór-
arinssyni en frekar harma örlög Þor-
gilsar Skarða. Að lokum gaf hann þó
lítilsháttar afslátt á því, en leit þó út
fyrir, að þar hefði hann orðið fyrir utan
að komandi áhrifum. Aftur á móti virt-
ist hann kaldur fyrir harmsögu Þórðar
Kakala. Að lokum gat hann þess, að
heimildir Sturlungu gætu verið vafasam-
ar, þar sem hún væri skrifuð af Sturl-
ungum. En ég sé ckki, áð það ætti að
geta rýrt gildi sögunnar, þar sem flest
deilumálin voru þeirra í milli og sára-
fáir aðrir koma við söguna. Þórður, fað-
ir Hvamms-Sturlu, var ættfaðir eða í
tengdum við þá næstum alla.
RÍKT i MANNEÐLINU.
Það mætti gjarnan vera íhugunarefni
hvað það er ríkt í manneðlinu, eða krón-
iskur sjúkdómur, að líta glæpamenn hýru
auga, en láta brýr síga yfir þeim, sem
1'y.rir barðinu verða. Þessi sterka hvöt,
að fylgja þeim stóra skilyrðislaust, verð-
ur að líkindum dauðamein mannkynsins.
Nú er það æðsti leikur Islendinga, að
hálfslasa hvern annan fyrir þúsundum
áhorfenda, en þeir lýsa brjálæðiskenndri
hrifningu með ópum og óhljóðum, sem
svo á að verka sem stríðsöl og vitanlega
á þann sterkari. Þá er það einn vinsæl-
asti sjónleikur þjóðarinnar, að ausa
fagra, hreina og sakiausa hefðarmey
svívirðingum, en sápuþvo eitt hið mesta
skitmcnni sögunnar, og gera jafnvcl bisk-
upstignina fyrirlitlega móls við slíkan
riddara. Þá gerir Friðrik Á. Brekkan
tilraun til þess að varpa æ'vintýraljóma
á óhappamanninn og morðingjann Þjóst-
ólf, á kostnað Hallgerðar, sem hafði þó
fengið sinn skerf af slíku áður. ()g
loks dáir H. K. Laxness faguryrði Berg-
þóru, þegar hún gerir upp á milli öld-
ungsins Njáls og smásveinsins Þórðar.
Njáli hafði hún heitið ævilangri fylgd og
vináttu, en I’órði móðurlegri varðveizlu,
og gat efnt hvorttveggja, en virðist þafa
gleymt Þórði. Hún gat látið bera hann
nauðugan út til móður sinnar, vitanlega
grét barnið, úr því sem komið var, hvað
sem við hann var gert. Þessi faguryrði
Bergþóru hefðu notið sín betur þegar
engu þurfti að fórna og engar þungar
sakir á fallnar. en þá sésl ekki, að neitt
slíkt væri við haft, síður en svo. Njáll
hafði hjákonu, og Bergþóra tók þannig
á móti Hallgerði, að líkara var eljuríg en
skörungsskap, enda er það sjaldgæft, að
slíkum húsfreyjum, sem Bergþóru er
lýst, geðjist mjög vel að tíðum gestum
eiginmanna sinna, ef þær njóta aldrei
góðs af þeim sjálfar. Það skyldi nú vera,
að Skarphéðinn hafi ekki verið líkari
Gunnari á Hlíðarenda en föður sínum
Njáli?
Það væri sannarlega verkefni fyrir þá,
sem vilja nota Njálu í þarfir vísindanna,
að spreyta sig á því að endurfeðra
Skarphéðinn. Hvar er nú heimspeking-
urinn, sem ræddi mest um höfuðkúpu
Karls tólfta forðum tíð?!!! — Þessi útúr-
dúr er víst orðinn of stór í hlutfalli við
aðalefnið, en það er nú alltaf svo, að sín-
um uugurn lítur hver á silfrið. Ég get
aldrei fallizt á þetta ofbeldismannadek-
ur, og sizt í útvarpinu. Hefnd er nokkuð
annars eðlis, og er því sárt til þess að
vita, að þeir, sem friðinn semja, fái
þyngri dóm en hinir. En þess gætir víða
meðal hinna góðu manna. Hvers er þá