Bankablaðið - 01.12.1940, Síða 15

Bankablaðið - 01.12.1940, Síða 15
Frá því að fyrstu menn stigu fæti á ísland, hafa jólin verið haldin heilög hér. Paparnir, svonefndu, voru kristnir menn, og þótt jólin séu ekki meðal elstu hátíða kristinnar kirkju, þá voru þau heilög haldin á þeim tímum, er paparnir komu hingað. Landnáms- mennirnir, hinir norrænu menn, héldu jólin heilög, þótt heiðnir væru, þau voru sólarhátíð þeirra, stórhátíð til þess að fagna komandi sól og birtu. — Ii kristinni kirkju varð mögnuð deila um það, hvenær halda skyldi jól (þ. e. fæðingarhátíð Messíasar), meðal ann- ars af því, að ýmsir töldu óheppilegt, að slá saman hinni fornu sólarhátíð og kristsmessu, hugðu þeir, að Kristur mundi láta þar í minni pokanri, fyrir fornum átrúnaði og sólardýrkun. Svo fór þó, að jól voru ákveðin 25. desem- ber og má nú gera hvorttveggja í senn, minnast fátæka barnsins, sem fæddist í jötunni í Betlehem, en varð konung- ur konunganna og fagna komandi sól og birtu. — Ég geri ráð fyrir að þeir séu fáir, sem ekki minnast jólanna, þegar þeir voru börn, með saknaðarblandaðri gleði. — Barnið metur ekki verðmæti á sömu vog og fullorðinn maður, því verður jólagleði hins fátæka barns engu minni en auðuga barnsins. — En skuggarnir, sem stundum falla á alla gleði, bæði jólagleði og aðra, geta al- veg eins fallið á þá, sem eiga öll þessa heims gæði, eins og hinar, sem margt skortir. Litlu jólatrén eru jafn falleg í augum barnanna eins og hin stóru, og

x

Bankablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bankablaðið
https://timarit.is/publication/720

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.