Bankablaðið - 01.12.1940, Qupperneq 16

Bankablaðið - 01.12.1940, Qupperneq 16
18 BANKABLAÐIÐ þótt ekkert jólatré'sé á jólunum, eru samt jól, mikil og heilög; hin gamla hátíð, sem á rót sína í grárri fornöld og sem helguð var af Betlehemsstjörn- unni, er meira en nafnið tómt. Helgi jólanna fá engin orð lýst, um kvöldið 24. desember ár hvert, koma þau að austan, læðast inn í hvert hús og hverja sál, sem ekki er gerspilt, sum- staðar með innilegri gleði barnsins, annars staðar með sárum trega og sorg yfir glötuðu sakleysi og mis- heppnaðri æfi. — Það mun vera svo með mjög marga, að þegar bernskan er liðin og hin al- gera jólagleði barnsins, sem tekur skilyrðislaust við hinum fögru sögurn jólanna hverfur, með þroska og sjálf- stæðum dómum á öllum svonefndum sannindum, þá bliknar jóladýrðin, um stund. — Jólin verða þá hjá mönnum eins og fagur draumur, unaðslegur, en ósannur, — aðeins fallegar umbúðir um ekki neitt. — Á þetta hefi ég rekið mig ihjá fjölda fólks. Ég hygg, að þetta stafi aðallega af tvennu: Fyrst og fremst af því, að á vissu aldurs- skeið er maðurinn ákaflega sjálfbirg- ingslegur og tortrygginn á allt, sem kallað er yfirnáttúrlegt. Hann þykist vita allt bezt sjálfur og ekki þurfa á neinni leiðsögn að halda. Þetta ástand skapast af náttúrulögmáli, sem er manninum nauðsynlegt á framsóknar- brautinni, á meðan vit hans hefir ekki fengið rólega dómgreind og öryggi hins fullorðna manns. Sumir komast, því miður, aldrei af þessu gelgju- skeiði. — Hin ástæðan er hið mikla verzlunar-umstang, sem tíðarandinn hefir spunnið utan um jólin, sérstak- lega í kaupstöðunum og borgunum. — Þegar ég var barn, voru engar jóla- gjafir gefnar, þar sem ég átti heima. Jólin voru okkur börnunum, samt sem áður, jafn-gleðileg og mér virðast þau vera börnunum, nú á tímum. Þaö er áreiðanlega ekki vegna jólagjafanna, að jólin eru jól. Um það getur fjöldi eldra fólks borið vitni af eigin reynslu. Þrátt fyrir núverandi ástand, sem að flestu leyti er ömurlegt og agalegt fyr- ir alla hugsandi menn, munu jólin koma á sama tíma og vant er. Hinn fagri boðskapur þeirra „friður á jörðu“ mun sennilega litla áheyrn fá, nú sem áður. En þó viljum vér óska að sem flestir einstaklingar, um jörð alla, fái frið í sálir sínar og að jólaboð- skapurinn og komandi sól glæði á ný vonir hrjáðs mannkyns, sem svo mjög þarfnast nú friðar og Ijóss. — C)

x

Bankablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bankablaðið
https://timarit.is/publication/720

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.