Bankablaðið - 01.12.1940, Side 17

Bankablaðið - 01.12.1940, Side 17
BANKABLAÐÍÐ lð Störf S. í. B. síðastliðið ár Fráfarandi stjórn S. í. B. gaf efti:- farandi skýrslu á síðasta aðalfundi Sambandsins. Flutti hana formaður stjórnarinnar, hr. Haukur Þorleifsson bankabókari. Sambandsstjórnin hefir haldið sjö fundi á tímabilinu, en sambandsfund- ir hafa engir verið haldnir, nema aðal- fundurinn. Á þessu tímabili hefir sambands- stjórn ekki ráðist í neitt nýtt eða fitj- að upp á nýmælum svo teljandi sé, en reynt að halda í horfinu, enda eru tím- arnir og ástandið ekki vel fallið til bollalegginga fram í framtíðina. Fyrir Alþingi lá í fyrra vetur frum- varp til laga, sem fól í sér þá breyting á tryggingarlöggjöf landsins, að sjóðs- félagar í lífeyrissjóðum Landsbankans og Útvegsbankans yrðu látnir greiða tvöfalt lífeyrissjóðsgjald, bæði til síns eigin sjóðs og til allsherjar sjóðsins. Opinberlega hefir ekkert komið fram um það, að sambandsstjórn hafi látið sig þetta mál nokkru skipta. — Stjórnin reyndi ásamt öðrum aðilum að fylgjast með því og hafði í því sam- bandi tal af ýmsum þingmönnum, skýrði fyrir þeim málavexti, og get ég fullyrt, að þau viðtöl hafi talsverðu um það ráðið, að þessi breyting var felld. Vitanlega ber þar að þakka sérstak- lega einum stjórnarnefndarmanna, sem jafnframt er þingmaður, og svo utan sambandsstjórnarinnar stjórnum starfsmannafélaga þeirra tveggja banka, er hlut áttu að máli, og Ásgeir Ásgeirssyni, bankastjóra Útvegsbank- ans, sem beitti sér mjög eindregið á móti breytingartillögunni, í beinni andstöðu við sinn eigin flokk. Sama er að segja um verðlagsupp- bótina, og opinberlega var lítið gert í málinu af hálfu stjórnarinnar. Henni hafði borizt bréf frá stjórn Starfs- mannafélags Útvegsbankans, þar sem fraði var framávið hana, að hún beitti sér fyrir lausn málsins. Við sendum síð- an afrit af því bréfi til félaganna í hin- um bönkunum, þar sem þetta mál tók vitanlega til allra bankanna jafnt. Að fengnum ummælum þeirra töldum við réttast að bíða átekta, þar til aðal- deilumálin í sambandi við verðlags- uppbótina væru útkljáð og leita þá í þann farþeg, sem þar yrði markaður. Stjórnin taldi sem sé, að hún mundi fremur spilla íyrir framgangi málsins með því, að gerast frumkvöðull þess á einn eða annan hátt, og tók því þann kostinn að fylgjast með málinu og reyna að passa upp á, að bankastarf- menn yrðu ekki látnir sæta verri kjör- um en aðrir stéttir. Þetta var nægilegt að þessu sinni. Nú aftur á móti þegar lögin, sem nú gilda, eru útrunnin um áramótin, og nýir samningar fara fram um kaupgjald í landinu vegna verð- bólgunnar, þá hlýtur það að verða

x

Bankablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bankablaðið
https://timarit.is/publication/720

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.