Bankablaðið - 01.12.1940, Side 18

Bankablaðið - 01.12.1940, Side 18
20 BANKABLAÐIÐ fyrsta og veigamesta málið, sem bíð- ur aðgerða næstu stjórnar sambands- ins, að leita samninga um verðlags- uppbætur fyrir bankastarfsmenn. Knattspyrnukappleikur um silfurvíx- ilinn fór fram í maí s.l. Þátttakendur voru að þessu sinni aðeins tveir, Starf- mannafélag Landsbankans og Útvegs- bankans.Leikar fóru þannig, aðLands- bankinn sigraði með 2:0. Hefir hann þá unnið silfurvíxilinn fjórum sirmum. Til þess að vinna hann til fullrar eign- ar, þarf að vinna hann oftast af ellefu skiptum. — Nú hafa farið fram fimm leikar um hann. Skákkeppnin féll niður að þessu sinni. Árshátíð bankamanna var haldin 18. jan. að Hótel Borg, eins og venja hefir verið. Ýms þau mál, sem ofarlega hafa verið á baugi hjá sambandsstjórn und- anfarin ár, hafa alveg legið niðri vegna dýrtíðar og ríkjandi ástands. Má þar til nefna húsbyggingarmálið og stofn- un samvinnufélags til framkvæmda á því. Fyrrverandi stjórn hafði sent borgarstjóra umsókn um lóðir á Mel- unum, en svar hefir ekki borist enn. Samkvæmt samtali við ráðamenn bæjarins mun svars ekki að vænta fyrr en við erum tilbúnir til þess að hefja framkvæmdir, þar sem bygg- ingarlóðir eru yfirleitt ekki teknar frá og geymdar um lengri tíma. •— Stjórnin hefir nýlega fengið vitn- eskju um þetta og vill beina því til væntanlegrar stjórnar að vera á verði þegar eitthvað batnar í ári. Á síðasta aðalfundi var vísað til stjórnarinnar tveim tillögum, sem hún hefir ekki framkvæmt. Önnur var um samning spjaldskrár fyrir félags- menn sambandsins. Hin um að fá bankastjórnirnar til þess að tilnefna einn mann af sinni hálfu, sem sam- bandsstjórn gæti snúið sér til og leit- að samnínga við, ef upp kæmu ein- hver deiiumál, svo sem um stöðuveit- ingar o. fl. Stjórnin taldi vel farið, að hin fyrri kæmist í framkvæmd, en það er mik- ið verk, sem kostar nákvæmni og elju, og þannig vaxið, að það verður helzt að vinnast af hverri stofnun fyrir sig og sameinast síðan í eina spjaldskrá. Þetta verk er þegar hafið í einum bankanum, Útvegsbankanum, fyrir áhuga eins manns, og ef það kemst nokkurntíma í framkvæmd í hinum stofnunum, sem væi’i mjög æskilegt, verður vafalaust bezt að fá leiðbein- ingar og fyrirmyndir hjá honum. Það sem gera þarf í þessu máli er því, að fá stjórnir starfsmannafélag- anna til þess að beita sér fyrir verk- inu á sama hátt og gert hefir verið í Útvegsbankanum fyrir forgöngu Bjarna Jónssonar, og að sambands- stjórn fengi þær skýrslur, sem þannig yrði safnað, til þess að vinna úr. Hinni tillögunni höfum við að nokkru leyti stungið undir stól af ásettu ráði. Stjórnin taldi, að athug- uðu máli, og eftir lauslegt samtal við bankastjóra Útvegsbankans, mjög lít- ið unnið við þá lausn á málinu, sem tillagan fól í sér, þar sem erindi okk- ar yrðu eftir sem áður að berast fram á fundum bankastjórna og banka- ráða. Ef þessi tillaga á að koma til framkvæmda, verður því þessi fund- ur að samþykkja hana af nýju. Áður en yfirstandandi styrjöld skall á, var sú regla að skapast, að sendir Framh. á bls. 32.

x

Bankablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bankablaðið
https://timarit.is/publication/720

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.