Bankablaðið - 01.12.1940, Blaðsíða 21

Bankablaðið - 01.12.1940, Blaðsíða 21
BANKABLAÐIÐ 23 A. J. Johnson, féhirðir í Landsbank- anum, átti 30 ára starfsafmæli þ. 11. nóvember síðastliðinn. Á síðastliðnu vori átti hann 25 ára gjaldkeraafmæli í bankanum. Er það langur starfstími í svo erfiðri og argsamri stöðu, og þótt Johnson virðist halda óskertum lík- ams- og sálarkröftum, dylst það eng- um, að hann hlýtur að vera farinn að þreytast nokkuð, og þyrfti að fá ró- legri stöðu í bankanum, sem hann hef- ir unnið dyggilega við svo lengi. A. J. Johnson er hið mesta prúðmenni, á- hugasamur um ýms framfaramál, skrifaði t. d. fyrstur manna um hita- veitu hér í Reykjavík, stuttu eftir aldamót, lét vatnamál Rangæinga mikið til sín taka o. fl. Að öðru leyti vísast til greinar, er um hann var rit- uð í þessu blaði á 25 ára starísaf- mæli hans (4. tbl. 1. árg.). Óskum vér honum allra heilla.

x

Bankablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bankablaðið
https://timarit.is/publication/720

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.