Bankablaðið - 01.12.1940, Síða 25

Bankablaðið - 01.12.1940, Síða 25
BANKABLAÐIÐ 27 Á fyrstu hæð er viðaukinn við af- greiðslusal, sérstök herbergi fyrir endurskoðun og skrifstofustjóra auk, eldtraustrar geymslu og snyrtiher- bergja. Stærð eldri salar er um það bil 253 fermetrar, en hins nýja 260 fer- metrar, og er því afgreiðslusalur bankans nú samtals 513 fermetrar. Afgreiðslurými við disk eldri hlutans er um það bil 18,5 metrar, ,en við breytinguna eykst það um 38,5 metra og er því nú samtals 57 metrar. Innanhússmunir og diskur eru gerð- ir úr celluloselakkbornu ahorni. í disknum er komið fyrir spjaldskrám og því um líku til notkunar við afgreiðslu. I afgreiðslusal eru bólstruð húsgögn, klædd íslenzku sauðskinni, til afnota fyrir viðskiptamenn, en skrifborðsstól- ar eru klæddir íslenzkum vefnaði. Upphitun er með þeim hætti, að dælt er inn hreinsuðu, hæfilega heitu og röku lofti, en óhreint loft er sogað (út við fótalista. Hvort nægilega heitt er í sölum og skrifstofum, má sjá á þar til gerðum mælum (Permostat) í sjálfu ketilrúminu. Raflýsing salarins er óbein (indi- rekte) og blandað saman kvikasilf- ur- og dekalominperum, til þess að birtan verði sem líkust dagsbirtu. Sér- stakir rafgeymar eru í kjallara fyrir bókhaldsvélar og varalýsingu, ef raf- kerfi bæjarins bilar um stund. Á efri hæð eru 6 skrifstofuherbergi auk snyrtiherbergja og þess háttar. Verkstjóri við bygginguna var Jón Bergsteinsson múrarameistari, en fyr- ir smíði innanstokksmuna stóðu Jón- as Sólmundsson og Guðmundsur Breiðdal. Bólstrun annaðist Helgi Sig- urðsson, en frú Erna Ryel hefir ófið klæði á skrifborðsátólana. Málningu annaðist Helgi Guðmundsson. Járnteikningar gerðu Geir Zoega og Gústaf E. Pálsson; hitalagnir teiknaði Benedikt Gröndal, en útfærslu annað- ist firmað Á. Einarsson & Funk; raf- lagnir teiknaði Jakob Guðjohnsen, en verkið tók að sér Júlíus Björnsson. Við smíði úr málmum hafa unnið Vélsmiðjan Héðinn, Stálhúsgögn h/f, Björn Eiríksson og Tryggvi Árnason á verkstæði Egils Vilhjálmssonar. Teikningar hefir gert Gunnlaugur Halldórsson arkitekt, sem og hefir haft daglegt eftirlit með öllum fram- kvæmdum, en aðstoðarmaður hans við húsgögn var Skarphéðinn Jóhanns- son, húsgagnateiknari. Nú þegar byggingunni er lokið og stærð afgreiðslusalarins hefir verið tvöfölduð, vonar bankinn, að hann geti veitt viðskiptamönnum sínum greiða og góða afgreiðslu, og þegar geymsludeildin er komin í fullt lag, væntir hann, að geta enn betur full- nægt þörfum viðskiptamanna sinna. FRÉTTIR... Látið hafa af störfum í Landsbank- anum: Jón Jónsson, Franz Andersen, er hefir snúið sér að verzlun, Gylfi Þ. Gíslason, er var settur docent við há- skólann, Sveinn Þórðarson, er skipað- ur var féhirðir í Búnaðarbankanum og Gunnar Þóraðarson, er ráðinn var bók- haldari hjá h.f. Hamri. Óskum vér þeim allra heilla og velgengni. Nýir starfsmenn í Landsbanka Is- lands: Davíð Davíðsson og Sigurbjörn Sigtryggsson.

x

Bankablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bankablaðið
https://timarit.is/publication/720

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.