Bankablaðið - 01.12.1940, Blaðsíða 30

Bankablaðið - 01.12.1940, Blaðsíða 30
32 BANKABLAÐIÐ um fagnaðarríka endurfundi. Og myndirnar vörpuðu bjarma í myrkur sorgarinnar. Og enn horfði ég í skuggsjána og sá að til voru menn, sem leitað höfðu hins æðsta lífs, — menn, sem í ham- ingjuleit sinni höfðu fundið Guð. Þeir höfðu leitað hans í sál sinni, og fundið hann þar. Þeir höfðu leitað hans í sál- um meðbræðra sinna, og þar hafði hann birtst þeim. — Og þeir höfðu fundið hann í þrautum mannanna og í allri lífsreynslu. Og því innilegar, sem þeir leituðu hans, því ljósara varð þeim, að hann væri alls staðar og í öllu. Og hin heilaga nótt lyfti blæju sinni og lét morgunroða komandi dags ljóma yfir vegum þeirra, inn í lönd hins mikla morguns. Og við þessa sýn fór fögnuður um huga minn og hjarta, og það var hátíð í sál minni, — hátíð dauðans. — Ég hafði hugboð um að enn væri einhvers að vænta, og vissi að augu næturinnar leituðu gaumgæfilega og með eftirvæntingu einhvers í mann- heimum. Og eftir dálitla bið sá ég á nokkrum stöðum undur fagran bjarma koma í ljós. Og augu hinnar heilögu nætur ljómuðu af fögnuði, og birtan, sem frá henni stafaði varð bjartari, og í fegurri litbrigðum. Undrun mín óx og ég spurði í hjarta mínu, hvað nú væri að gerast. Heyrði ég 4>á utan úr alheiminum, eða úr djúpi sálar minnar undurfagra rödd, er mælti: — Sjá, — Kristseðlið er að fæðast í hjörtum mannanna. — Hin heilaga nótt hefir verið ljósmóðir. — Og nú leit ég upp úr skuggsjánni, og sá bjarta og skínandi stjörnu, sem lýsti himinhvolfið og stráði geislum sínum yfir jörðina, svo að hvergi bar skugga á. Og ég vissi að það var ljómi hins nýja dags. — Og þá fann ég að hátíðin í sál minni var í raun og veru ekki hátíð dauðans, — hún var hátíð lífsins. Það varð stutt þögn, og ég sá, að einhver undarleg breyting varð á and- liti gestsins. — — Nú er æfintýrinu lokið, — mælti hann svo undur lágt, og orðin dóu út á vörum hans. — Ég sá, að höfuð hans hné máttvana á koddann, og friður eilífðarinnar færðist yfir andlitið. — Hin heilaga nótt hafði einnig verið ljósmóðir við fæðingu hans inn í ann- an heim.---------- Hinar jarðnesku leifar gestsins voru bornar til moldar í grafreitnum okkar heima. — Og í hvert sinn, sem ég vitja átthaganna, dvel ég ofurlitla stund við lága, grasigróna leiðið hans. Störf S. í. B. síðastliðið ár Framhald af bls. 20 væru fulltrúar frá okkur á sambands- þjng bankamannafélaganna á Norð- urlöndum. Nú hefir ekki verið um slíkt að ræða, þar sem sambandinu við Norðurlönd hefir verið svo gott sem slitið síðan hertaka Noregs og Dan- merkur fór fram. Hið eina, sem við höfum séð frá bankamannafélögunum þar, er símskeyti, sem sambandsstjórn barst í maí-mánuði s.l. frá þingi sænska bankamannasambandsins 1 Stokkhólmi, er flutti kveðju þingsins og árnaðaróskir. Stjórnin svaraði sím- skeytinu bréflega.

x

Bankablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bankablaðið
https://timarit.is/publication/720

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.