Bankablaðið - 01.12.1952, Síða 15

Bankablaðið - 01.12.1952, Síða 15
18. árg. 3.—J+. tölubl. 1952. HYEBT STEFNIK? 1 síðasta blaði var nokkuð rætt um þró- un verðlags og kaupgjaldsmála síðustu ár- in. Varað var við hinni miklu öfugþróun þessara mála og hvatt til að snúa við og gera raunhæfar ráðstafanir til úrbóta. Að vísu má segja að orð séu annað en athafn- ir. Hægara sé að mæla heldur en að leggja á ráðin og finna þá lausn, sem varanleg sé. Allir munu vera sammála um að ekki sé hægt að una því ástandi, sem nú er ríkjandi í málum þessum, en fáir eru þess umkomnir að segja fyrir hvað gera skuli. Verkalýðs- samtökin og samtök opinberra starfsmanna hafa komið með sínar tillögur, en það eru kröfur um hækkað grunnkaup, því þessir aðilar telja réttilega að kjör þeirra séu svo kröpp að ekki er viðhlýtandi. Bændasam- tökin notuðu sér heimild hinna svokölluðu sex-manna nefndar og hækkuðu söluverð landbúnaðarafurða að miklum mun. Sam- tök útvegsmanna benda á mjög slæma af- kornu sjávarútvegsins á liðnu ári og krefj- ast mikilla ívilnana. Iðnrekendur telja og að mjög sé að þeim kreppt í þjóðfélaginu og unnið sé markvist að eyðileggingu iðnaðar- ins með þeirri þróun mála, sem nú er. bannig er hvar sem augum er litið hætta á ferð. Það mætti ætla, að þegar jafnmiklir alvöru tímar og þessir eru framundan, þá myndu allir þessir aðilar undir forsæti ríkisstjórnarinnar, taka höndum saman og reyna að finna lausn á þessum mikla voða. En því fer fjarri að útlit sé fyrir slíkt. Hver hendin er á móti annarri, hver vænir ann- an um óheilindi og enginn vill neitt á sig leggja til samkomulags. Því miður er ég ekki þess umkominn að skera á knútinn og segja hér er lausnin og framkvæmið hana. Hitt vil ég fullyrða, að með sameigin- legum átökum allra sem hér eiga hlut að BANKABLAÐIÐ 25

x

Bankablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bankablaðið
https://timarit.is/publication/720

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.