Bankablaðið - 01.12.1952, Side 16

Bankablaðið - 01.12.1952, Side 16
máli, þá er hægt að bjarga þessum málum. Atvinnuvegirnir og hið opinbera eiga við sína ntiklu örðugleika að stríða. Láglauna- fólk getur ekki þó allt sé af vilja gert lifað af launum sínum. Verðlag hefur svo hlaup- ið úr skorðum, að engan hafði órað fyrir slíku. Verkfallsaldan sem yfir er dunin stafar ekki af því að verkamenn og stéttar- félög sjái ekki erfiðleikana sem framundan eru, heldur vegna þess, að þeir geta ekki lifað á launum sínurn. Það sama gildir um lægst launaða, og raunar þorra opinberra starfsmanna, en þeir liafa ekki aðstöðu til annars en að bera fram kröfur sínar, sem ekki eru teknar til greina. En allir eru þess- ir aðilar reiðubúnir til að hjálpa og leysa þessi mál á sem víðtækasta samstarfsgrund- velli. Bankamenn hafa kvatt og hvetja til sam- starfs í málum þessunt, en vilja undirstrika, eins og frarn hefur kornið hér í blaðinu margsinnis, að ekki er hægt að vega í sama knérunn — launafólksins — meir en gert liefur verið. Ef ekki á ver að fara, verður að sjá þeim sent mestu hafa fórnað til að hægt hafi verið að halda atvinnulífnu og ríkisbákninu gangandi, fyrir sómasamlegri afkomu. Bankamenn bera engan kvíðboga fyrir því, að ef skynsantlega er á málinu haldið, Jsá er hægt að leysa Jiessi mál, án Jtess að íþyngja gjaldgetu atvinnuveganna um of. Bankamenn telja sig í hópi þeirra, sem ekki geta rniðlað hvað efnahagsafkomu snerti. En með góðum vilja — framk\æmdar- stjórna bankanna og bankafólksins — ætti að vera liægt að finna þá lausn, sem við- unanleg sé fyrir báða aðila. Það sama gildir um aðra vinnuveitendur og launjiega. ISnaSarbanki íslands k.f. Um miðjan októbermánuð s.l. var stofn- fundur Iðnaðarbanka íslands h. f., haldinn í Oddfellowhúsinu í Reykjavík. Stofnfund- urinn var mjög fjölsóttur og skýrðu blöð og útvarp allrækilega frá stofnfundinum. Kos- in var bráðabirgðarstjórn fyrir bankann, en að öðru leiti var fundi frestað um viku tíma. Framhaldsstofnfundurinn var síðar hald- inn í Sjálfstæðishúsinu, sunnudaginn 2G. október s. 1. og gengið frá samþykktum og reglugerð fyrir bankann. í bankaráð voru kjörnir eítirtaldir 5 rnenn: Einar Gíslason, málarameistari, Helgi Bergs, verkfræðingur, Kristján Jó- hann Kristjánsson, framkvæmdarstjóri, Páll S. Pálsson, lögfræðingur og Guðmundur H. Guðmundsson. Varantenn voru kjörnir: Einar Kristjánsson, Vilhjálmur Árnason, Sveinn Guðmundsson, Sveinn B. Valfells og Tómas Vigfússon. Endurskoðendur voru kjörnir: Eggert Jónsson, lögfræðingur og Pétur Sæmundsson, viðskiptafræðingur. Mánudaginn 27. október var fyrsti banka- ráðslundurinn haldinn og var Jjar kjör- inn formaður ráðsins: Páll S. Pálsson og varaformaður var kjörinn: Helgi Bergs. Síðan hefir verið unnið kappsamlega að öllum nauðsynlegum undirbúningi til þess að bankinn gæti tekið til starfa, og er talið að hann rnuni hefja starfrækslu í marsmán- uði n. k. og verði til húsa í hluta af húsa- kynnum þeirn í Nýja Bíó, sem Loftleiðir h. f., hafa skrifstofur sínar. Þá licfir nokkuð verið rætt um að sameina Sparisjóð Reykjavíkur og nágrennis hinum nýja Iðnaðarbanka, en engar ákvarðanir munu hafa verið teknar um Jjað. 26 BANKABLAÐIÐ

x

Bankablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bankablaðið
https://timarit.is/publication/720

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.