Bankablaðið - 01.12.1952, Blaðsíða 19
Nokkru innar í firðinum er svo athafna-
svæði Dana og Norðmanna og heitir
Asgrikohöfn. Þar eru bryggjur, olíugeymar,
verzlunar- og íbúðarhús og fleiri mannvirki.
Þarna var oft líflegt í sumar, því Norðmenn
þeir og fjöldi Færeyinga, sem veiðar stunda,
koma þarna inn með aflann og taka nauð-
synjar, svo sent salt, olíu, kol og matvötu.
Auk þess komu þarna íslenzku togararnir
og annarra þjóða veiðiskip. Norska ríkið á
þarna myndarlegt samkomuhús ætlað
norsku sjómönnunum og hafði þar mann
til forstöðu. Er það mikils vert fyrir sjó-
mennina, ef þeir eiga frístund í landi, að
eiga þess kost að koma þarna til góðra
vina, fá blöð og tímarit til lesturs, skrifa
bréf heim, hlusta á góða og fræðandi fyrir-
lestra og sjá kvikmyndir og margt annað
til skemnrtunar og fróðleiks. Er mesti
myndarbragur á þessu fyrirtæki frá hendi
Norðmanna, og fór þarna allt fram á prúð-
mannlegan og virðulegan hátt.
I sumar unnu jrarna í landi nálægt 70
manns, Danir, Norðmenn og Færeyingar.
Vinna liófst kl. 8 á morgnana og hætti kl.
8 á kvöldin, einn og hálfur tími drógst frá
til miðdegisverðar og kaffis. Þarna var unn-
ið vel og mikil stundvísi. Ég var eini ís-
lendingurinn jjarna, og varð ég ekki lítið
hissa, er eitt sinn var sagt á íslenzku við
mig: „Hvernig kanntu við Jrig á Græn-
landi?“ með örlitlum erlendum hreim. En
jDetta var þá Færeyingur, sem dvalist hafði
hér á landi um þriggja ára skeið fyrr nokkru
síðan. Var hann nú verkamaður hjá Norð-
mönnum, trúlofaður norskri stúlku, sem
hann ætlaði að kvongast í haust, er hann
kæmi heim til Noregs. Hann sagðist eiga
bróður búsettan í Keflavík, kvæntan ís-
lenzkri konu. Við áttum marga ánægjulega
stund saman, og töluðum oft um ísland og
íslendinga, sem hann bar vel söguna. —
Utarlega í firðinum sunnan til er svo olíu-
forðabúr mikið eign Polaroil í Kaupmanna-
höfn. Eru Jaar stórir geymar, bryggja og
nokkur íbúðarhús og heitir Jrar Suðurhöfn.
Vinna þarna eingöngu Danir og liafa að-
setur frá því snemma á vorin og þar til 15.
nóvember ár hvert.
Öll er byggð Joessi afar hrjóstrug, klettar
og klappir, en gróður sáralítill — helzt
mosajjembur í skorningum og á stöku stað
lágvaxið krækiberjalyng. Ógreitt er Jjví
yfirferðar og verður að fara allt á sjó. Að
gamni mínu fór ég samt tvær gönguferðir
um nágrennið. Það var erfitt, en góða út-
sýn má fá af háum hnjúkum bæði út til
hafs og inn yfir landið.
Fuglalíf er afar fábreytt. Ég varð ekki
var við aðra fugla en hrafna og máfa. Sagt
var að örn héldi sig í nágrenninu og J^ótt-
ust Norðmenn hafa séð hann, en ekki varð
ég svo heppinn.
Eins og áður er sagt, er engin byggð inn-
fæddra í jDessum firði, en Eskimóar koniu
einstöku sinnum í kaupstað, sem kallað er,
og höfðu þá á boðstólum ýmiskonar heinta
tilbúinn varning, svo sem töskur, skó, púða,
perludúka og litla kajaka. Var þetta allt vel
unnið og skrautlegt. Sjómenn komu með
lax og silung, sem Jaeir veiddu í nærliggj-
andi fjörðum í net og seldu til matar. Og
eitt sinn komu þarna tvær konur í hátíða-
búningi, sem var mjög skrautlegur og vand-
aður. Annars gengu flestir innfæddir sjó-
menn í evrópiskum búningi. Margir Eski-
móar skilja og tala dönsku ,en þó rakst ég
á nokkra sem ekkert skildu í því máli og
ekkert annað en sitt eigið mál.
Þegar ég fór heim, var farið að hausta
og kólna í veðri, aðeins fimm menn eftir
í Asgrikohöfn og nokkrir á hinum stöðv-
unum, en nú munu allir vera farnir þaðan,
og fjörðurinn, sem ekki er neinn fjörður,
auður og yfirgefinn, hjúpaður hvítri blæju
til næsta vors. G. E. J.
BANKABLAÐIÐ 29