Bankablaðið - 01.12.1952, Side 23

Bankablaðið - 01.12.1952, Side 23
I’á var því lýst yfir, að stefnt skyldi að gull- innlausn pundsins. Þessi yfirlýsing virtist allfjarstæðukennd, því að einmitt unt þess- ar mundir gekk meir á gullforða sterling- svæðisins en nokkru sinni. En þessir miklu erliðleikar urðu einmitt til þess að opna augu manna fyrir því, að ef pundið held- ur áfram að vera óinnleysanlegt um ófyrir- sjáanlegan tíma og ef óhagstæður greiðslu- jöfnuður kallar kreppu yl'ir sterlingsvæðið með tveggja ára millibili, þá hljóti sterling- kerfið að leysast í sundur í náinni framtíð. Það má vel vera að þessar reglulegu kreppur séu í nánu sambandi við hagsveifl- ur í Bandaríkjunum. Til jtess að draga úr áhrifum þessara sveiflna jtarf töluverður forði af gulli og dollurum að vera fyrir hendi. Til þess að hverfa aftur til gullinn- lausnar þarf einnig nokkra aukningu gull- forðans, þótt lítil von virðist nú til aukn- ingar hans. Ef Bretar eiga að bíða eftir því að öruggt sé að hverfa til gullinnlausnar, verður það stökk aldrei tekið. En í húfi er staða pundsins í heiminum. Að því kann að koma, að jjað verði að eiga allt á hættu um, hvernig til tekst. Ef horfið verður að gullinnlausn, mundi hiin fyrst og fremst verða aðeins í Jiágu erlendra aðilja. Það er lítil von til Jdcss, að mönnum, búsettum í Bretlandi, verði leyft að kaupa ótakmarkað erlendan gjaldeyri til ferða- laga. Einnig er lítil von til þess, að brezkir útflytjendur geti fengið að ráðstafa and- virði útflutnings síns eftir vild. Með öðr- um orðum, það verður nauðsynlegt að við- halda gjaldeyrishöftum enn um skeið, jw að tekin væri upp gullinnlausn. Þó að bezt léti, mundi heldur ekki vera hægt að leyfa gull- innlausn fyrir pundatekjur, sem eiga rætur sínar að rekja til fjármagnsviðskipta, jafn- vel ekki jjótt þær séu í höndum erlendra aðilja. Gullinnlausnin mundi aðeins vera fyrir pund í höndum erlendra aðilja og pund, sem eru andvirði innflutnings til Bretlands eða „ósýnilegra viðskipta." í reyndinni er nú auðvelt fyrir erlenda eigendur pundainnstæðna að breyta þeim í dollara, annað hvort við skráðu gengi eða raunverulegu markaðsgengi, en þó því að- eins að j^ær fari í gegnum hendur aðalbank- ana í hinum ýmsu löndum. Spurningin er þá, hvort taka beri upp gullinnlausn. Það er vafasamt, hvort það er hægt, eins og aðstæður eru núna, með jsví að halda sér við fast gengishlutfall, þannig að £1 jafngildi $2.80. Á þá að taka upp gullinnlausn og samtímis láta gengið vera háð frjálsum markaði? Það fer eftir því, hvort meira er metið, gullinnlausn eða stöðugt gengi. Er gullinnlausn þess virði, að fórna megi fyrir hana hinu fasta gengi? Þar kemur margt til greina með og móti. Óstöðugt gengi er ekki æskilegt í sjálfu sér. Þeir, sem álíta, að björgin liggi í því, að láta gengi pundsins hvika til og frá, eru á villigötum. Það er vafasamt, hvort gengi annarra sterlinglanda mundi fylgja pundinu, ef jjað færi að ganga upp og niður, miðað við gull og dollar. Það mundi valda broti á skuldbindingum Breta sem aðilja að Alþjóðagjaldeyrissjóðnum. Það gæti koll- steypt öllu kerfi Greiðslubandalags Evrópu. Hins vegar mælir margt með því að sni'ia aftur til gullinnlausnar. Það er kominn tími til, að viðskiptakerfi Breta gangi í gegnum þá eldskírn, sem gullinnlausn mundi veita ]dví, svo að ]:>að fái að reyna sig í samkeppninni á heimsmarkaðnum. Því lengur sem vér dúðum oss í sæng gjaldeyr- is- og innflutningshafta, því samgrónari verður hinn yfirstandandi sjúkleiki hag- kerfis Bretlands. Ef til vill liggur lausnin í Jiví, að tryggja takmarkaða gullinnlausn, eins og skírgreint var hér að framan, og leyfa genginu að sveiflast fram yfir það nauma bil, 2%, sem leyft er nú samkvæmt BANKABLAÐIÐ 33

x

Bankablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bankablaðið
https://timarit.is/publication/720

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.