Bankablaðið - 01.12.1952, Page 28
BRIDGE-KENNSLA.
Stjórn Félags starfsmanna Landsbankans
tók upp þá nýbreytni á liðnum vetri að
gera tilraun með kennslu í Bridge. Fór
þessi kennsla fram í húsakynnum starfs-
mannafélagsins og gaf góða raun. Nú í
haust var kennslan tekin upp á ný og ann-
ast Þorsteinn Þorsteinsson kennsluna.
AÐALFUNDUR.
Aðalfundur Félags starfsmanna Lands-
banka íslands var haldinn mánudaginn 17.
nóvember s. I. Formaður félagsins, Jón
Leós, setti fundinn og tilnefndi Ein-
varð Flallvarðsson, sem fundarstjóra og
Bjarna Magnússon, fundarritara. Því næst
flutti hann starfskýrslu stjórnarinnar á
starfsárinu og rakti gang mála þeirra, sem
stjórnin hafði haft til meðferðar. En þau
voru flest hin sömu og áður og hafði ekki
enn tekizt að leysa þau, en þau eru m. a.:
Launamál, sumarleyfin, vinnujakkamálið,
og sitthvað fleira. Þá gaf gjaldkeri félagsins,
Þórunn Aðils, skýrslu um fjárhag félagsins
og eignir .Þá flutti Jón Grímsson skýrslu
og reikninga Náms og Kynnisfararsjóðs.
Þá fór fram stjórnarkosning og hlutu
þessir kosningu: Einvarður Hallvarðsson
formaður, Ása Guðmundsdóttir og Bjarni
Magnússon (er neitaði að taka við kosn-
ingu) meðstjórnendur. Varastjórn: Sigurð-
ur Jóhannesson og Sverrir Elíasson. Endur-
skoðendur: Guðmundur Sigurjónsson og
Sigurbjörn Sigtryggsson. Stjórn Náms- og
kynnisfararsjóðs var endurkjörin.
Launamálanefndin gerði nokkra grein
fyrir störfum sínum, og hafði formaður
nefndarinnar: Torfi Ólafsson, orð fyrir
nefndinni. Þá kom fram á fundinum svo-
felld tillaga:
Aðalfundur Félags starfsmanna Lands-
banka íslands, haldinn mánudaginn 17.
nóv. 1952, samþykkir að láta fara fram í
félaginu leynilega allsherjar atkvæða-
greiðslu um heimild handa stjórn F. S.
I.. í., eða Samb. íslenzkra bankamanna, að
sækja urn upptöku í Bandalag starfsmanna
ríkis og bæja.
Samkvæmt tillögu formanns, Einvarðar
Hallvarðssonar, var fundi frestað, Jrar sem
hann taldi að ekki myndi verða hægt að
ljúka afgreiðslu Jreirra mála er fyrir lægju.
Var samþ. með samhljóða atkvæðum að
fresta aðalfundarstörfum og fundi ]r\í
frestað.
Var framhaldsaðalfundurinn haldinn
miðvikudaginn 10. des. s. 1. og aðalfundar-
störfum lokið. Umræður urðu allmiklar
um aðild bankamanna að Bandalagi starfs-
manna ríkis og bæja, og var umræðum enn
frestað.
Opínberunarbóla'n
6. des. Jóhannes Jensson, Landsbankan-
um og Steinunn Jónasdóttir.
Elín Sæbjörnsdóttir, Útvegsbankanum og
Guðmundur Arnason.
Bankablaðið árnar hjónaefnunum heilla.
Hjúsh.apar~oblíéo
Björn Tryggvason, Landsbankanum og
Kristjana Bjarnadóttir.
Ólafur Frímannsson, Útvegsbankanum
og Guðlaug Runólfsdóttir.
Helga Gröndal, Útvegsbankanum og
Sveinn Björnsson viðskiptafræðingur.
Anna S. Gunnarsdóttir, Útvegsbankanum
og Magnús Pálmason leiktjaldamálari.
Kristjana S. Kristjánsdóttir, Útvegsbank-
anum og Þorleifur Þórðarson forstjóri.
Ólafía Sigurðardóttir, Útvegsbankanum
og Jón Jóhannesson stud. med.
Bankablaðið árnar brúðhjónunum allra
heilla.
38 BANKABLAÐIÐ