Bankablaðið - 01.12.1952, Blaðsíða 29
Merkir afmælisdagar í Útvegsbankanum
SEXTUGUR:
Þórarinn Nielsen
bankafulltrúi í Útvegsbanka íslands h. f.
varð 60 ára þann 28. des. síðastliðinn.
Hann hóf störf í íslandsbanka þann 1. júlí
1914 og er því elzti starfsmaður bankans.
Nielsen liefur tekið mikinn og góðan
þátt í störfum starfsmannafélagsins og oft
átt sæti í stjórn þess m. a. verið formaður
félagsins. Hafa þau störf og öll störf hans
í bankanum borið óræk vitni um vand-
virkni, nákvæmni og trúmennsku í stóru
og smáu.
Nielsen er sannur og góður félagi og
skipar með sæmd þann heiðursess að vera
starfsaldursforseti bankans.
SEXTUGUR:
Einar £. Kvaran
aðalbókari Útvegsbankans varð 60 ára
þann 9. ágúst síðastl. Kvaran gekk í þjón-
ustu íslandsbanka 1. febr. 1918 og er því
skammt undan að hann eigi 55 ára starfs-
afmæli. Kvaran var fyrsti formaður starfs-
mannafélags Útvegsbankans og fulltrúi fé-
lagsins í stjórn Eftirlaunasjóðs starfsmanna
frá upphafi. Hann er mikilsmetinn utan
bankans og innan, vinsæll og virtur meðel
starfsfélaga og þjóðkunnur heiðursmaður.
SEXTUG:
Anna Steiánsclóttir
bankaritari varð 60 ára þann 20. sept. síð-
astliðinn. Hún réðist til starfa í Útvegs-
banka íslands 1. okt. 1934, en hafði frá því
að hún lauk prófi frá Verzlunarskóla ís-
lands 1913 starfað að verzlunar og skrif-
stofustörfum. Annast hún í bankanum vél-
ritun og skrásetningu allra veðskuldabréfa
og leysir það starf af hendi samviskusam-
lega og með snyrtibrag.
FIMMTUG:
Marérét Björnsdóttir
bankaritari í Útvegsbanka íslands h. f.
varð fimmtug 25. maí síðastliðinn. Hún
gekk í þjónustu íslandsbanka 2. jan. 1920
og vann í bankanum óslitið til 30. sept.
1934. Hætti hún þá störfum utan heimilis
þar til liún hóf aftur störf í Útvegsbankan-
um 12. febr. 1940.
Margrét starfar í bókhaldsdeild bankans
og gengur að starfa sínum kappsamlega og
af miklum dugnaði, og nýtur hún vinsælda
samstarfsmanna sinna.
FIMMTUGUR:
Henrih Thorarensen
aðalgjaldkeri Útvegsbankans varð fimm-
tugur þann 13. okt. síðastl. Hann gekk í
þjónustu íslandsbanka 1. ágúst 1923. Starf-
aði um nokkur ár í hlaupareikningsdeild
bankans, en varð síðar aðstoðargjaldkeri
þar til liann tók við aðalgjaldkerastörfum
1. jan. 1944. Henrik átti um skeið sæti í
stjórn starfsmannafélagsins og hefur ávallt
BANKABLAÐIÐ 39