Bankablaðið - 01.12.1952, Page 30

Bankablaðið - 01.12.1952, Page 30
verið góður og áhugasamur félagsmaður. Utan bankans er hann einkum þekktur fyrir áhuga og mikil og merk störf innan skátahreyfingarinnar og var Henrik um nokkra ára skeið varaskátahöfðingi íslands. Henrik er vinsæll og velviljaður starfs- félagi, traustur til orðs og æðis og drengur góður . I'IMMTUGUR: Balclttr Sveínsson bankafulltrúi Útvegsbanka íslands h. f. varð fimmtugur 18. okt. síðastliðinn. Hann gerðist starfsmaður íslandsbanka 10. jan. 1921, að loknu prófi frá Verzlunar- skóla íslands vorinu áður. Baldur hefur lengst af starfað í innheimtudeild bankans. Er hann sérstaklega leikinn í störfum sín- um og öruggur. Baldur var formaður starfsmannafélags Útvegsbankans í eitt ár og hefur jafnan verið áhugasamur félagsmaður og góður og glaðvær í hópi starfsfólksins og nýtur hann að verðleikum vinsælda meðal félaga og viðskiptavina bankans. FIMMTUGUR: IntíriSi Waaáe Enda þótt Indrði Waage sé hættur störf- um í Útvegsbanka íslands fyrir þremur ár- urn þykir rétt að Bankablaðið sendi honum afmæliskveðju í tilefni af 50 ára afmæli hans 1. des. síðastl. Hann var starfsmaður í íslandsbanka og Útvegsbanka íslands frá 1. jan. 1923 til 31. okt. 1949 eða alls í 26 ár. Hann hefur nú helgað leiklistinni alla krafta sína og koma þeir Þjóðleikhúsinu að góðu haldi í upphafi starfsemi þess. Wýr hanlcastjóri í Útvegshanlta íslands h.í. Þann 1. september síðastl. tók við banka- stjórastörfum í Útvegsbanka íslands h. f. í stað Ásgeirs Ásgeirssonar forseta íslands, Jóhann Hafstein alþingismaður. Gamlir starfsfélagar þakka Indriða liðn- ar stundir í bankanum og allir bankamenn árna honum heilla á leiklistarbrautinni. BANKABLAÐIÐ SENDIR afmælisbörnunum öllum, þótt seint komi, sínar innilegustu hamingjuóskir í tilefni af hinum merku tímamóttum og óskar að þeim megi vel vegna um alla framtíð og njóta góðrar heilsu og ánægjulegra æfidaga. Vegna verkfalls í prentmvndagerðum bæjarins var ekki hægt að birta myndir með grein þessari. 40 BANKABLAÐIÐ

x

Bankablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Bankablaðið
https://timarit.is/publication/720

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.