Bankablaðið - 01.12.1952, Qupperneq 33

Bankablaðið - 01.12.1952, Qupperneq 33
— Trúarbrögð Rómverja voru uppfund- in af djöflinum. En ég óttast ekki hinn illa sjálfan. Jesús blessaði Antoníus, sem vildi fá að sjá hann augliti til auglitis. Og ég vík ekki fyrir neinu, ef ég aðeins fæ að sjá hina Heilögu mey. — Svona hefur hann alltaf verið. Band- vitlaus! sagði skeggjaði maðurinn. — En hann sagði sannleikann um An- toníus, tautaði Lucentíus. Hann fylltist raunverulega Heilögum anda. Stúlkurnar lögðu þykk sjöl sín á bekk- inn fyrir framan hús kirkjuvarðarins og settust á þau. — Það er ekkert kalt, sögðu þær, þau eru dásamleg, rauðu jólin. Ölv- aður maður valt út af á götunni. — Hún er eins og Babelsturninn, þessi kirkja. Klifraðu ekki upp! — En hve himinninn er heiður. Hendur hans stirðnuðu beinlínis af kulda, er hann hélt sér dauðahaldi í mar- maraspírurnar og steinrósirnar. Að lokum stóð hann uppi á fyrstu múrbrúninni. — Bing-bang — stóra klukkan hringdi fyrir ofan hann. Áður fyrr hafði hann oft klifrað hærra, en nú svimaði hann. Það var ekki að furða. En það gerði ekkert til. Hann leit í kringum sig. Það var þegar orðið dimmt í öðrum gluggum. Á hæðinni, langt í burtu, sá hann kastalann. Niðri á torginu fólkið ... Guð minn góður! fólkið! Ekkert af því kemur honum lengur við. Hann hefur hugboð um annan lieim þarna inni, bak við steinvegginn. Tunglið skein í heiði, svo að gulum bjarma stafaði af steinunum. Steinarnir mynduðu ágætis stiga. Múr- brúnirnar námu hver við aðra. Hann gat klifrað gegnum bogagöngin. Hann náði fótfestu með stígvélatánum í raufunum kringum steinrósirnar, og viðspyrnu fékk hann við litlu broddsúlurnar. Öðru hverju tyllti hann sér á hálfsúlu. Síðan hélt hann áfram ferðinni eftir slétt- um syllunum. Hann studdist upp að veggn- um meðan hann klöngraðist af einni múr- brúninni yfir á aðra. Hann var alls ekki hræddur. Hann studdist upp við brattar bogasúlurnar og baðst stillilega fyrir. Tunglið lýsti honum. Til að sjá var hann ef til vill líkastur hreyfanlegu veggskrauti, svo sem steineðlu. Hann óttaðist ekkert, því hann var eins og steingeit kirkjunnar. Allt í einu tók liann að undrast, hve stórt allt var, sem hafði sýnzt svo smátt neð- an af jörðinni. Fíngerða skrautflúrið var, á stuttu færi, aðeins ólögulegir stein- drangar. Eitt stökk enn, og hann er kominn að glugganum. Svona, hér verður hann að gæta vel að sér. Múrbrúnin er svo mjó, að hann nær varla fótfestu. Gluggarnir eru úr þykku, máluðu gleri. Ein einasta smárúða er opin, til þess að hleypa inn hreinu lofti. En þar kemst hann ekki inn. Heilög Elísabet er máluð á gluggann, umvafin rósum. Séðir héðan að utan eru sterkir litirnir daufleitir. Artúr á fullt í fangi með að lialda sér. Hann ber alltaf stríðsöxi sína við belti sér. Hann heldur sér dauðahaldi með ann- arri hendinni og tekur öxina með hinni. Höndin titrar. Hann riðar. Grípur aftur eftir taki með þeirri hendinni, sem öxinni heldur. Og öxin dettur. Hún skellur niður með rniklum hávaða. Það dynur og bergmálar. Hann klifrar niður eftir öxinni. Hann lítur ekki niður í hyldýpið. Hann klifr- ar varlega upp aftur. Hann er nú fullkom- lega allsgáður og hugsar skýrt. Hann lieldur sér fast, lyftir öxinni upp yfir höfuð sér og heggur af öllu afli. Heilög Elísabet sundrast með brothljóði. BANKABLAÐIÐ 43

x

Bankablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bankablaðið
https://timarit.is/publication/720

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.