Bankablaðið - 01.07.1974, Blaðsíða 8
liygli bankafólks á eftirfarandi grein:
Samkomulag er á milli stjórnar S. I.
B. og bankanna um, að komið verði á
fót sérstöku þjálfunarkerfi innan bank-
anna. Þjálfunarkerfi þetta er ætlað því
starfsfólki, sem stefnir að því að verða
bankaritarar. Þjálfunartímabilið getur
verið frá 2 til 3 árurn eftir menntun
og starfsreynslu. Kerfi þetta skal miða
við , að menn fái starfsþjálfun í helstu
deildum bankans eftir nánara sam-
komulagi jafnframt því sem viðkom-
Heiknistofa
Stofnun sameiginlegrar reiknimiðstöðv-
ar fyrir íslensku bankana hefur verið á
döfinni nú í nokkur ár, því að í nóvember
1970 var ákveðið að skipa nefnd, svo-
nefnda Rafreikninefnd, til athugunar á
málinu, en sú nefnd skilaði greinargerð til
stjórna bankanna í október 1971.
A grmidvelli þeirrar greinargerðar völd-
ust þeir bankastjórarnir Helgi Bergs,
Ilöskuldur Ólafsson, Jóliannes Nordal,
Jónas Rafnar og Stefán Hilmarsson í nefnd
í ársbyrjun 1972 til undirbúnings stofn-
unar Reiknistofu bankanna, en þessi
bankastjóranefnd valdi síðan þrjá menn
sér til aðstoðar, þá Dr. Guðmund Guð-
mundsson, Seðlabanka Islands, Olaf Rós-
mundsson, Landsbanka Islands og Þórð
Sigurðsson, Búnaðarbanka Islands.
Nefndin ltafði leitað tilboða frá fram-
leiðendum tölva. Eftir rnikið starf við úr-
vinnslu tilboðanna var skilað skýrslu um
2 lielstu tilboðin, frá IBM og Burrouglis.
andi aðilar skulu ljúka ákveðnu og til-
skyldu námi í Bankamannaskólanum.
Yið það skal miðað, að þegar þessu
þjálfunartímabili lýkur, fái starfsmenn
tililinn bankaritarar og fái þá tækifæri
til að sækja um þær trúnaðarstöður, er
til falla í bönkunum. Þeir, sem orðnir
eru bankaritarar, skulu bafa forgang
um trúnaðarstöður innan bankanna sbr.
2. málsgrein 4. gr. Þetta á þó ekki við
mn eldri starfsmenn, sem fyrir eru í
bankanum, þegar þetta kerfi tekur gildi.
bankanna
A grundvelli þessarar skýrslu og að mati
forstjóra RB var tilboði IBM tekið. Gerð-
ar voru breytingar á upphaflegu tilboði
IBM til þess að ná hagstæðari úrvinnslu.
Undirritaðui' hefur verið leigusamning-
ur við IBM, sem nær til eftirlalinna véla:
IBM tölvu 370/135 148 K.
Tvo OCR-B lesara.
Diskar (100MB, 3330).
Segulbandastöðvar (80 KB, 3420).
80- og 96-dálka spjaldalesara.
Prentari (er getur skrifað allt að 2000
línur/mín).
Fyrsta stjórn Reiknistofu Bankanna var
kosin 23. mars 1973. Hana skipa eftirtaldir
bankastjórar:
Helgi Bergs,
Höskuldur Olafsson,
Jónas G. Rafnar,
Stefán Hilmarsson,
Svanbjörn Frímannsson.
Þann 1. september 1973 var ráðinn for-
6 — BANKABLAÐIÐ