Bankablaðið - 01.07.1974, Blaðsíða 26

Bankablaðið - 01.07.1974, Blaðsíða 26
viS 31. des. 1972, eiga aðeins starfsmenn fimni af fimmtíu sparisjóðum landsins að- ild að sambandinu, það er Starfsmannafél. Sparisjóðs Hafnarfjarðar með 15 félaga, Starfsmannafélag Sparisjóðs Reykjavíkur og nágrennis með 10 félaga og Starfs- mannafélag Sparisjóðs Kópavogs með 6 félaga, auk þess eru 6 einstaklingar fé- lagar í sambandinu, það eru 3 starfsmenn Sparisjóðs vélstjóra og 3 starfsmenn Spari- sjóðsins Pundið, hér er um að ræða sam- tals 37 af starfsfólki sparisjóða, en 31. des. 1971 er starfsfólk sparisjóða yfir land- ið í heild talið vera 136. Eg gat þess áðan, að ekki lægju fyrir fullmótaðar tillögur um svæðaskiptingu landsins í þá átt sem hér er til umræðu. Til þess að gefa hugmynd um, hvemig útkoman yrði miðað við núgildandi kjör- dæmaskiptingu, hef ég tekið saman yfirlit yfir, annarsvegar fjölda bankastofnana í hverju kjördæmi fyrir sig og hins vegar yfir fjölda starfsmanna þessara stofnana í hverju kjördæmi. Við lítum fyrst á skipt- ingu stofnananna. Fjöldi banka og sparisjóða eftir kjör- dæmum í árslok 1972: á öllu landinu 116, þar af 28 í Reykjavík. StaHsmannafjöldi þeirra var á sama tíma alls 1361 eða 136 lijá sparisjóðum og 1225 hjá bönkum. Það væri ósanngjamt að minnast ekki á helstu rök þeirra, sem hafa verið mótfalln- ir stofnun svæðasambanda í þá átt, sem hér er gert ráð fyrir. Þau rök lield ég séu lielst þessi, að verða mundi klofn- ingur innan starfsmannafélaganna, að erf- iðleikar myndu skapast í sambandi við greiðslur félagsgjalda og loks, að erfitt sé að finna þá svæðaskiptingu, sem falli vel saman samgöngulega séð. Eg er þess fullviss að ekkert af þessu feng- ist staðist dóm reynslunnar. Starfsmanna- félög bankanna liafa það mörgum innri sérmálum að sinna, að þótt breytt yrði að- ildarskipulagi að heildarsamtökunum, yrði það ekki til þess að veikja þau á neinn hátt. Skipting eða greiðsla félags- gjaida er smámál, sem auðvelt hlýtur að vera að finna lausn á, þegar þar að kem- ur, og sama má segja um síðasta atriðið, samgöngur innan landshlutanna, að slíkt þarf að liafa vel í huga þegar að því kem- ur að ákveða skiptingu svæðanna, en eins og þeim málmn er liáttað nú og með til- liti til sífelldrar framþróunar í þeim mál- um, þá ætti að vera auðvelt að finna lieppi- lega lausn. Það hefði verið fengur í því að geta sagt liér frá því skipulagi, sem liaft er á þessum rnálum í nágrannalöndum okkar, en þar sem ég lief ekki náð því að afla mér nógu haldgóðra gagna þar tun, vil ég ekki fara út í þá sálma að þessu sinni, hinsvegar vil ég henda starfshópumim á, að hér hjá okkur em tveir ágætir norræn- ir gestir, sem ég veit að munu fúslega veita svör við þeim spumingum, sem til þeirra væri leitað með í þessu sambandi. Samband íslenskra bankamanna verður senn, eða í janúar n. k. 40 ára gamalt. Ekkert getur talist eðlilegra með tilliti til breyttra þjóðfélagshátta og aðstæðna í þjóðfélaginu, en að þörf sé endurskoðunar á skipulagi og uppbyggingu samtakanna. Sú endurskoðun hlýtur að beinast að því að efla undirstöðurnar, sem sagt að styrkja samheldni og samtakamáttinn. Samlieldnin byggist á því, að þeir sem samleið eiga þekki hver annan, viti um á- hugaefni og þarfir hvers annars. Þar með þarf að kveða niður flokkadrætti og hreppapólitík milli einstakra félaga, sem 24 — BANKABLAÐIÐ

x

Bankablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bankablaðið
https://timarit.is/publication/720

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.