Bankablaðið - 01.11.1978, Page 3

Bankablaðið - 01.11.1978, Page 3
Banka blaðió 44. árg. - 3. tbl. nóvember 1978 Útg.: Samband ísl. bankamanna BlaðiS unnu: Gunnar Eydal Björg Árnadóttir Ábm.: Sólon R. Sigurðsson Skrifstofa: Gunnar Eydal Björg Árnadóttir Bankablaðið er prentað í 2500 eintökum Efnisyfirlit: 5 Þing NBU á íslandi 7 Fréttatilkynning frá þingi NBU 8 Stefnuskrá NBU um atvinnu- öryggi 9 Stefnuskrá NBU um vinnu- tíma 10 Stefnuskrá NBU um atvinnu- lýðræði 12 Tæknivæðing bankanna 15 Nýr skólastjóri Bankaskól- ans 16 Launatöflur 18 Fræðslustarf SÍB 19 Ágreiningsmál íyrir Kjara- nefnd 22 Fréttir Setning og prentun: PRENTSMIÐJAN HÓLAR HF. Kjarasamningar í gildi! - Samráð! Líklega hafa tvö kosningalof- orð haft mest áhrif á úrslit Al- þingiskosninganna sl. sumar, þ. e. „samningana í gildi“ og lof- orðið um „kjarasáttmála" eða „fullt samráð við aðila vinnu- markaðarins". Nú hefur komið í ljós, eftir kosningar, að samning- arnir áttu ekki að fara í gildi fyr- ir alla launþega og samráð átti ekki að hafa við öll samtök þeirra. Og hverjir eru þeir? Það eru launjregar innan ASÍ og BSRB, tveggja stærstu og voldug- ustu launjDegasamtakanna. Aðrir launþegar virðast vera annars flokks, sem hvorki þarf að ræða við né efna loforð gagnvart. Þegar kom að því að efna kosningaloforðið „samningana í gildi" þótti nauðsynlegt, til að koma efnahagsvanda þjóðar- innar í lag, að setja „Jiak“ á vísitölubætur á laun sem voru 200 Jiúsund krónur í desember 1977. Þetta var gert í samráði við ASI og BSRB og með samþykki forystumanna þeirra þegar bú- ið var að bjarga flestum ef ekki öllum félagsmönnum Jiessara tveggja launjægasamtaka undan „þakinu". Fyrir skerðingu af völdum ,,]iaksins“ verða um 600 félagsmenn SÍB og líklega rúmlega 1000 félagsmenn BHM. Þrátt fyrir ])að, hvernig að þessu hefur verið staðið, geri ég ráð fyrir, að allir þeir sem fyrir launaskerðingu verða, gerðu Jiað með glöðu geði ef „efnahagsvandinn" margumræddi leyst- ist nú með |)ví og sýnt væri fram á að þessar ráðstafanir ríkis- stjórnarinnar væru eitthvað annað en sýndarmennska. En lítum nú nánar á dæmið. í samningum bankamanna byrjar „þakið“ að hafa áhrif í 9. flokki og launaskerðing 218 starfsmanna í þeim launaflokki á mánuði verður alls kr. 600 Jnisund. Launaskerðing 175 starfsmanna í 10. flokki verður kr. 1.956 þús., 92ja starfsmanna í 11. flokki kr. 1.660 þús. og 137 starfsmanna í 12. flokki kr. 3.561 þúsund. Alls verður því launaskerðing 622 bankastarfsmanna á mánuði (í sept., okt. og nóv.) kr. 7.777.000 og á ári verður launaskerðingin liðlega 100 milljónir króna. Ef vægt er reiknað má búast við að opinberir BANKABLAÐIÐ 3

x

Bankablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Bankablaðið
https://timarit.is/publication/720

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.