Bankablaðið - 01.11.1978, Síða 5

Bankablaðið - 01.11.1978, Síða 5
kongress REYKJAVIK 28.8-1.9 1978 ÞING NBIIÁ ÍSLANDI Eins og fram hefur komið í fréttum, var þing Norræna bankamannasambandsins, NBU, haldið á íslandi dagana 28. ágúst til 1. sept- ember. Var þetta í fyrsta sinn sem þing NBU er haldið hér á landi. Segja má að þing þetta hafi íyrst og fremst verið vinnuþing. Þegar venjulegum þingstörf- um var lokið var tekið til við þá málaflokka sem fyrir lágu og mest unnið í starfshópum. Að loknu starfinu í starfshópunum voru hug- myndir frá þeim samræmdar og síðan kynnt- ar og ræddar í einni málstofu. Þannig var einn málaflokkur tekinn á eftir öðrum og gafst þetta vinnufyrirkomulag mjög vel, enda voru á þing- inu samþykktar efnismiklar ályktanir og stefnu- yfirlýsingar í hinum ýmsu málum. Þingið var haldið á Hótel Loftleiðum, og tókst íramkvæmd þess og skipulag mjög vel og var starfsmönnum Hótels Loftleiða í alla staði til mikils sóma. Þingfulltrúar voru rúmlega 70 frá öllum Norðurlöndunum. Ný lög fyrir NBU Samþykkt voru ný lög fyrir NBU. Eru nýju lögin færð í nútímahorf, en þau gömlu voru að nokkru leyti orðin úrelt. Nýju lögin eru mun ýtarlegri en þau gömlu voru, án þess þó að þau bindi hendur stjórnar sambandsins á hverjum tíma um of. Af breyt- ingum sem gerðar voru, má nefna, að júng NBU, sem fer með æðstu völd í málefnum sambandsins, skal haldið þriðja hvert ár í stað annað hvert ár samkv. gömlu lögunum. Þetta tekur þó ekki gildi lyrr en að tveimur árum Birte Roll Holm, nýkjörinn forseti NBV og form. Danska banltamannasambandsins. BANKABLAÐIÐ 5

x

Bankablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bankablaðið
https://timarit.is/publication/720

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.