Bankablaðið - 01.11.1978, Qupperneq 22

Bankablaðið - 01.11.1978, Qupperneq 22
Hvað líður nýrri vinnuverndarlöggjöf? Sfli liefur ritað félagsmálaráðherra bréf þar sem spurst er fyrir um, hvað líði setningu nýrrar löggjafar um vinnuumhverfi á íslandi. Á sl. ári samþykkti norræna ráð- herranefndin, drög að samnorrænni vinnuumhverfislöggjöf. í samræmi við þessa samþykkt hafa nú verið sett ný lög þar um í Danmörku, Noregi og Svíþjóð, en hins vegar ekki á íslandi. Á þingi NBU sem haldið var á ís- landi í liaust var samþykkt stuðnings- yfirlýsing við Jrá ósk SÍB, að slík lög- gjöf verði einnig sett hér. Ekkert svar hefur borist frá félagsmálaráðherra. 20 ára afmæli Starfsmanna- félags Verslunarbankans Hinn 31.október sl. voru liðin 20 ár frá stofnun Stafrsmannafélags Versl- unarbankans. Afmælisins var minnst með veglegu hófi og þess verður nán- ar getið í næsta Bankablaði. SÍB sendir Starfsmannaf. Verslunarbankans bestti hamingjuóskir i tilefni afmælisins. NBU styrkur Sl. sumar auglýsti norræna banka- mannasambandið eftir umsóknum um styrk til kynnisferðar til Bandaríkj- anna í þeim tilgangi að kynnast tækn- þróun í bandarískum bönkum, sér- staklega með tilliti til menntunar starfsfólks og félagslegra áhrifa tækni- Jtróunarinnar. Alls bárust 44 umsóknir, Jiar af þrjár frá íslandi. Þeir sem styrkinn hlutu voru Ulf Hjertberg SE-banken, Stokkhólmi og Rolf Halvorsen Kredit- kassen, Oslo. SÍB fær engan fulltrúa í vísitölunefnd Ríkisstjórnin hefur skipað nefnd til endurskoðunar fyrirkomulags vísitöl- unnar. Öll heildarsamtök launþega eiga þar fulltrúa, að SÍB undanskildu. Fulltrúar SÍB gengu á fund forsæt- isráðhera, Ólafs Jóhannessonar, Jiann 26. september sl. og afhentu svohljóð- aiuli bréf frá sambandinu: „Hr. forsætisráðherra, Ólafur Jóhann- esson. Á fundi rfkisstjórnarinnar hinn 19. Jt. m. var skipuð 10 rnanna nefnd til Jress að endurskoða núverandi vísi- tölukerfi samkvæmt gildandi kjara- samningum. í nefnd þcssari eiga m. a. sæti tveir fulltrúar frá Alþýðusambandi íslands, einn fulltrúi frá Bandalagi starfs- manna rfkis og bæja, einn frá Banda- lagi háskólamanna svo og einn full- trúi frá Farmanna- og fiskimannasam- bandi íslands. Sambandi íslenskra bankamanna, sem eru heildarsamtök með sjálfstæðan samningsrétt á sama liátt og þau samtök sem að ofan greinir, eiga hins vegar engan full- trúa í nefndinni. Sú ákvörðun ríkisstjórnarinnar, að útiloka ein heildarsamtök launþega, Samband ísl. bankamanna, frá þátt- töku í nefndinni, er óskiljanleg. Ekki verður annað séð, en að nefnd Jressari sé ætlað það hlutverk að freista þess að ná samkomulagi um nýtt vísitölukerfi, sem gildi fyrir alla launþcga í landinu, þar á meðal fé- lagsmenn Sambands ísl. bankamanna. Samtök bankamanna eru liins vegar útilokuð frá Jtví að hafa áhrif á gang mála og niðurstöðu nefndarinnar. Fulltrúar Sambands ísl. bankamanna voru boðaðir á fund með viðskipta- ráðherra, fjármálaráðherra og sjávar- útvegsráðherra þriðjudaginn 5. þ. m., J)ar sem drög að bráðabirgðalögum um kjaramál voru kynnt. Ekki var þá um eiginleg samráð við samtök laun- þcga að ræða, að minnsta kosti ekki hvað varðar samtök bankamanna. Lýstu nefndir ráðherrar yfir vilja sín- um, að framvegis yrðu höfð raunhæf samráð við samtök launjtega varðandi aðgerðir í kjaramálum, þar á meðal samtök bankamanna. hrátt fyrir yfirlýsingu viðskiptaráð- lierra hinn 22. þ. m. um að skipan nefndarinnar verði ekki breytt, krefst stjórn S í B þess, að fá fulltrúa i greinda nefnd á sama hátt og önnur heildarsamtök launjrega í landinu. Verði ekki fallist á þessa sjálfsögðu kröfu stjórnar Sambands ísl. banka- manna verður að líta á vinnubrögð ríkisstjórnarinnar í þessu máli sem lítilsvirðingu við stéttarsamtök banka- manna. Ennfremur lýsir stjórn Sambands ísl. bankamanna yfir því, að verði ekki breyting á stöðu ríkisstjórnarinn- ar getur það leitt til Jtess, að endur- 22 BANKABLAÐIÐ

x

Bankablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bankablaðið
https://timarit.is/publication/720

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.