Bankablaðið - 01.11.1978, Blaðsíða 10
Ips
ES
kongress
REYKJAVIK
28.8-1.9 1978
Stefnuskrá
NBU um atvinnulýöræöi
Aimennt markmið
Með atvinnulýðræði á NBU við rétt starfs-
manna til þess að taka þátt í ákvörðun bank-
anna í öllum þeim málum, sem skipta starfs-
menn miklu.
Þegar atvinnulýðræði hefur verið komið á
liafa starfsmenn jafnan rétt til þess að hafa
full afskipti af þeim málum sem hafa áhrif á
vinnu og vinnuaðstöðu, með því að vinna að
málum, undirbúa ákvarðanatöku, taka þátt í
ákvörðunum og að framfylgja þeim.
Með rétti til meðákvarðana næst meira rétt-
læti starfsmönnum til handa, meira öryggi,
betri vinnuskilyrði og meiri vinnugleði. Með
þátttöku sinni og reynslu geta starfsmenn
stuðlað að betri rekstri bankans.
Atvinnulýðræði á að koma á með lagasetn-
ingu og samningum milli aðila bankastarfsem-
innar.
Stefnt skal að því að koma á atvinnulýðræði
á öllum sviðum bankastarfseminnar. Þetta get-
ur orðið til þess að þróa beri annað skipulag
en það, sem nú tíðkast. Breytingar á vinnu-
skipidagi, kerfi og verkstjórn ber að fram-
kvæma af fullri virðingu fyrir einstaklingnum,
með fullu tilliti til ábyrgðar, og einnig ber að
tryggja að kröfum um afköst sé fullnægt.
Stefnuskrá
A grundvelli þessara markmiða þá hvetur
NBU aðildarsambönd sín til þess að setja fram
eftirfarandi í stefnuskrám sínum:
Að raunhæfu atvinnulýðræði verði kornið á
með lagasetningum og samningum milli
aðila bankastarfseminnar.
Að atvinnulýðræði, þar á meðal meðákvörð-
unarréttur, nái til allra þeirra mála er
varða hagsmuni starfsmanna.
Að áhrifavald starfsmanna verði tryggt á öll-
urn sviðum bankastarfseminnar.
Að fulltrúum starfsmanna verði veitt eins
mikil jafnréttisaðstaða og framast er unnt
í ákvarðananefndum og starfshópum.
Að meðákvörðunarréttur er varðar heildar-
stefnu bankans í málefnum starfsmanna og
á sviði tækniþróunar, hafi forgang.
Að meðákvörðunarráttur verði tryggður á
sviði starfsmannaáætlana, nýráðninga,
mála er varða ráðningar og uppsagnir,
endurhæfingu, stöðuhækkanir og mennt-
un.
Að á sviði tækniþróunar verði náð meðákvörð-
unarrétti í þeim málum er varða kerfisþró-
un, gerð áætlana, framkvæmdaeftirlit og
stjórnskipulag, svo og mál er varða tölvur
og annað tengt vinnuhagræðingu.
10 BANKABLAÐIÐ