Bankablaðið - 01.11.1978, Side 4
aðilar hefðu fengið í útsvar og skatta ca. 50-60
millj. kr. af þessum 100 milljónum.
Trúi nú hver sem vill að efnahagsvandi
þjóðarinnar verði leystur með því að 40-50
millj. kr. séu teknar af 622 launþegum, ríkis-
kassinn verði af 50-60 millj. kr. í skatttekjum
og bönkunum séu sparaðar 100 millj. kr. í
launagreiðslum á ári. Nei, því trúir enginn.
En til hvers er þá leikurinn gerður? Er ver-
ið að auka réttlæti og minnka launamun í
þjóðfélaginu almennt? Nei! Að vísu minnkar
launamunur hjá bankamönnum og félags-
mönnum BHM. En launamunur minnkar
ekki innan raða ASÍ, þrátt fyrir j^að að í eng-
um íslenskum launþegasamtökum tíðkist jafn
mikill launamunur. Þar sluppu allir undan
„þakinu“ því „samráð“ voru höfð við ASÍ fyr-
ir setningu „kaupránslaga hinna nýju“.
Að vísu ber að fagna því að y3 félagsmanna
SÍB haf fengið samninga sína í gildi, en jafn-
framt ber að harma það að ríkisstjórnin hafi
farið inn á þá braut að breyta launahlutföllum
í landinu með lögum, sem síðan hafa það í för
með sér að verðbólgan í landinu mun raska
þessum umsömdu launahlutföllum enn frekar.
Og þá kornuin við að hinu kosningaloforð-
inu sem margir bankamenn misskildu. Það
eru „samráðin". Svo sem kunnugt er hefur rík-
isstjómin skipað nefnd til að endurskoða fyrir-
komlag verðbótavísitölu launa. Öll heildar-
samtök launþega í landinu eiga jrar fulltrúa,
að Sambandi íslenskra bankamanna undan-
skildu, og til þess að undirstrika nú enn frekar
hug sinn til bankastarfsmanna hefur ríkis-
stjórnin komið á fót samráðsnefnd í sambandi
við ráðstafanir ríkisstjórnarinnar í efnahags-
málum. Fulltrúar launþega í þessari nefnd eru
frá ASÍ og BSRB. SÍB hefur ekki, a. m. k. enn
sem komið er, verið boðið að tilnefna fulltrúa
í nefnd þessa.
Ljóst er af jressu öllu að þessi ríkisstjórn
ætlar sér ekki lrekar en aðrar þar á undan að
hafa raunverulegt samráð við alla aðila vinnu-
markaðarins, hvað sem öllum kosningaloforð-
um líður.
Aðeins á að hafa samráð við hina stóru, ein-
faldlega af Jrví að ríkisstjórnin óttast samtaka-
mátt þeirra.
Ef til vill geta bankamenn nú harmað jrað
að liafa ekki æft sio í ólöglegum verkfallsað-
gerðum hinn 1. og 2. mars sl. SRS
4 BANKABLAÐIÐ