Bankablaðið - 01.11.1978, Síða 9

Bankablaðið - 01.11.1978, Síða 9
Stefnuskrá NBU um vinnnutfma kongress REYKJAVIK 28.8-1.9 1978 B ANKM ANN AUNONEM Almennt markmið Það er meginhagsmunamál bankamanna að almenn stytting vinnutímans verði fram- kvæmd til þess m. a. að létta af bankastarfs- mönnum því álagi, sem nútíma bankastörf hafa í för með sér. Stytting vinnutímans hefur einnig í för með sér betri möguleika á að sam- ræma starfið eðlilegu fjölskyldulífi, námi, þátt- töku í málum er varða hagsmuni launþega og stjórnmálum o. s. frv. Fyrir utan lengd vinnutímans er staðsetning vinnutímans einnig mikilvægt atriði fyrir bankamenn. Vinna verður gegn allri viðleitni til að færa vinnutímann til seinni hluta dags- ins, að undantekinni vinnu á rafreiknideild- um bankanna, og sá vinnutími má ekki ná til nema mjög lítils lióps bankamanna. Hlutfallið á milli venjulegs vinnutíma og afgreiðslutíma á að vera þannig, að nægur tími vinnist til þess að sinna innri störfum bankans án óeðlilegs álags. Arangur á þessu sviði næst aðeins með því að tryggja aðildar- félögunum rétt til þess að hafa bein áhrif á lengd afgreiðslutíma, fjölda starfsmanna og vinnuskipulag. Stefnuskrá Á grundvelli þessara almennu markmiða hvetur NBU aðildarsamböndin til þess að taka upp eftirfarandi í stefnuskrár sínar: Að vikulegur vinnutími verði styttur í áföng- um, í fyrstu í 35 stundir og síðar í 30 stundir. Að vikulegum vinnutíma verði skipt jafnt nið- ur frá mánudegi til föstudags. Frávik frá þessari reglu verði í samræmi við samninga þar um á milli aðila. Að öllum tillögum um tilfærslu á vinnutíma til síðari hluta dags verði hafnað. Félög, sem samið liafa um vinnutíma eftir kl. 17, eru livött til að vinna að því að lok vinnu- tímans verði sem næst kl. 17. Að rammasamningur verði gerður við bank- ana um afgreiðslutíma til þess að samræma afgreiðslutíma allra bankanna. Slíkum rammasamningi á að fylgja eftir með sér- samningum starfsmannafélaga og einstakra banka á viðkomandi svæði. Að takmarka Jrá yfirvinnu sem nú er til staðar með því m. a. að auka áhrif stéttarfélagsins á vinnuskipulagið og fjölda starfsmanna. Komi til yfirvinnu fram yfir ákveðin tak- mörk, ber viðkomandi banka að fá sam- þykki stéttarfélags. Einstaklingar skulu eiga rétt á að hafna tilskipaðri yfirvinnu, ef þeir geta borið við gildri ástæðu. Að vaktavinna á tölvudeildum bankanna verði takmörkuð við algert lágmark. Þetta er mögulegt í framkvæmd með kröfum um breytilegt vaktaálag, með tilliti til Jaess tíma sólarhringsins, sem vaktavinnan fer fram á, styttri vinnutíma í vaktavinnu, auka orlofsdaga o. fl. BANKABLAÐIÐ 9

x

Bankablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bankablaðið
https://timarit.is/publication/720

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.