Bankablaðið - 01.11.1978, Page 21

Bankablaðið - 01.11.1978, Page 21
ÞING BANKAMANNA ERIENDIS Þing Sambands starfsmanna sparisjóða, DSfL, í Danmörku Þing DSfL var haldið í Vejle á Jótlandi dag- ana 17,—18. maí sl. Bankamenn í Danmörku skiptast í tvö sam- tök. Samband bankamanna (DBL) og Samband starfsmanna sparisjóða (DSfL). Félagar í DSfL eru nú rúmlega 9 þúsund. I skýrslu formanns kom fram, að samvinna milli sambandanna tveggja hefnr ankist veru- lega á síðustu misserum. Á þinginu urðu miklar umræður um kjara- samninga Jiá sem gerðir voru á s.l. ári, og voru þar ekki allir á einu máli. í allslierjaratkvæða- greiðslu um samningana sögðu 3860 já en 2351 greiddu atkvæði gegn samningunum. Var jætta rúmlega 70% kjörsókn. Þá var mikið rætt um menntunarmál starfs- manna, bæði starfslega menntun og menntun trúnaðarmanna félagsins, sem ofarlega hefur verið á baugi hjá sambandinu. Þróun tölvuvæðingar í bönkum og sparisjóð- um er mál sem fjallað hefur verið mikið um aí hálfu kollega okkar í nágrannalöndum, ekki síst í Danmörku. Umræðurnar um tölvunotk- un í bönkum hafa fyrst og fremst snúist um rétt starfsmanna til að hafa áhrif á þróunina í Jdví skyni að komist verði hjá ýmsum jDeim vandamálum sem upp liafa komið og snúa að starfsmönnum. Stjóm sambandsins var endurkosin á Jjing- inu, en formaður sambandsins er Bent Ras- mussen. S. R. S. BANKABLAÐIÐ 21

x

Bankablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Bankablaðið
https://timarit.is/publication/720

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.