Bankablaðið - 01.11.1978, Blaðsíða 23
skoðuð verði afstaða samtakanna til
þ.-ltttöku í öðrum nefndum um kjara-
mdl, sem ríkisstjórnin hefur boðið
bankamönnum þátttöku í.“
Sameining bankanna
SÍB hefur ritað viðskiptamálaráð-
lierra svohljóðandi bréf vegna hug-
mynda ríkisstjórnarinnar um samein-
ingu ríkisbanka:
,,í málefnasamningi ríkisstjórnar-
innar er gert sem kunnugt er ráð fyrir
sameiningu ríkisbankanna. í viðtölum
dagblaðanna við ýmsa ráðherra ríkis-
stjórnarinnar hefur komið fram að
sameiningunni verði hraðað.
Á fundi með fulltrúum Sambands
ísl. bankamanna hinn 6. september
lýstuð þér því yfir að fullt samráð
verði haft við Samband fsl. banka-
manna varðandi ýmiss konar vanda-
mál sem upp geta komið við samein-
inguna og snúa að starfsmönnum.
Stjórn SÍB fagnar þessari afstöðu
yðar og leggur á það áherslu að slíkt
samráð verði haft frá upphafi. Jafn-
framt er stjórn SÍB reiðubúin að til-
nefna af sinni hálfu menn í nefnd til
að vinna að máli þcssu.“
EndurskoSun
samningsréttarins
SÍB barst bréf þann 8. september
undirritað af félagsmálaráðherra, við-
skiptamálaráðherra og fjármálaráð-
herra þcss efnis að SÍB tilnefndi einn
mann í nefnd til þess að fjalla um
endurskoðun á samningsréttarmálum.
f nefndinni eiga einnig fulltrúar
frá BSRB og BHM auk fulltrúa ríkis-
stjórnarinnar.
Stjórn SÍB liefur tilnefnt Svein-
björn Hafliðason, ritara SÍB til setu
í nefndinni, en jafnframt var þess
farið á leit, að varamaður hans,
Gunnar Eydal, sitji einnig fundi
nefndarinnar sem áheyrnarfulltrúi.
Vísitöluskerðingu
mótmælt
Áður en ríkisstjórnin gaf út bráða-
birgðalög um kjaramál f september sl.
sendi stjórn SÍB „ráðherranefndinni"
þ. e. fjármálaráðherra, sjávarútvegs-
ráðherra og viðskiptaráðherra, svo-
hljóðandi bréf:
„Til nefndar ráðherra um kjaramál,
Tómasar Árnasonar, fjármálaráð-
herra, Kjartans Jóhannssonar, sjávar-
útvegsmálaráðherra og Svavars Gests-
sonar, viðskiptamálaráðherra.
Sjórn Sambands fsl. bankamanna
fagnar þeirri fyrirætlan ríkissjórnar-
innar að nema úr gildi 1. og 2. gr.
laga nr. 3/1978 um ráðstafanir í efna-
hagsmálum og breytingarlög nr. 63/
1978.
Stjórn SÍB varar hins vegar cin-
dregið við og mótmælir þeim liug-
myndum, sem fram hafa komið af
hálfu rfkisstjórnarinnar, að löglega
gerðir kjarasamningar verði ekki að
fullu teknir í gildi. Er hér fyrst og
fremst átt við vísitöluákvæði kjara-
samninga, en samkvæmt frumdrögum
að efni bráðabirgðalaga um ráðstaf-
anir f kjaramálum sem kynnt liafa
verið fulltrúum SÍB skal greiða sömu
verðbætur að krónulölu á dagvinnu-
laun sem hærri eru en kr. 233 þús. á
mánuði miðað við ágúst 1978.
Máli sínu til stuðnings bendir stjórn
SÍB á eftirfarandi:
1. Með slíkum ráðstöfunum eru stjórn-
völd að breyta löglega gerðum
kjarasamningum og frjálsum samn-
ingsrétti samtaka launþega og at-
vinnurekenda.
2. Könnun á launum þeirra sem starfa
á almennum vinnumarkaði og
gegna stjórnunar- eða yfirmanns-
störfum sýnir, að laun þeirra liggja
verulega hærra en laun sambæri-
legra starfsmanna skv. kjarasamn-
ingum SÍB. Vísitöluskerðingin nær
hins vegar ekki f reynd til þessara
starfsmanna og eru það því fyrst og
fremst hluti bankamanna og opin-
berra starfsmanna, sem vísitölu-
skerðingin bitnar á.
3. Sjálft launakerfi einstakra kjara-
samninga ræður miklu um það,
hverjir verða fyrir skerðingu á um-
samdri vísitölu. Þannig leiðir launa-
kerfi, sem byggt er á tiltölulega lág-
um grunnlaunum, en þar við leggj-
ast ýmis konar prósentuálög, til
þess, að ekki verður um skerðingu
á vísitölu að ræða, jafnvel þótt dag-
vinnulaunin séu hærri en kr. 233
þús. miðað við ágúst 1978. Þetta
leiðir til þcss, að stórir hópar laun-
þega á hinum almenna vinnumark-
aði verða ekki fyrir kjaraskerðingu,
jafnvel þótt laun þeirra séu yfir
framangreindu marki.
Á þennan hátt ræður meira eða
minna tilviljunarkennd uppbygg-
ing einstakra kjarasamninga því, á
hverjum vísitöluskerðingin bitnar.
4. Samband ísl. bankamanna hefur í
kjarasamningum við bankana mið-
að við launahlutföll milli einstakra
starfsmanna. Með þeim breytingum
á vísitöluákvæðum kjarasamninga
sem bráðabirgðalögin gera ráð fyr-
ir, er það undir verðbólgunni í
landinu komið hvernig þessi hlut-
föll kunna að breytast. Þótt máttur
hinnar geigvænlegu verðbólgu sé
mikill, verða ekki séð nein rök fyr-
ir því, að hún stjórni einnig launa-
hlutföllum milli einstakra starfs-
hópa í landinu.
Stjórn Sambands fsl. bankamanna í-
trekar að lokum ofangreind mótmæli
og skorar á ríkisstjórnina að falla frá
áformum sínum um skerðingu vísi-
töluákv. kjarasamninga."
BANKABLAÐIÐ 23