Jazzblaðið - 01.04.1948, Blaðsíða 8
Miðstöð swingáhug-amanna í New York
er í Fimmtugasta og öðru stræti, laust
vestan við Fimmtu tröð, og grendinni um-
hverfis. í þessu virðulega íbúðahverfi brún-
steinhúsa norður af Rockefeller City úði
og grúði af leynivínsölum á bannárunum.
Síðan féllu mörg þessara húsakynna í
hendur jazzmanna og fengu þá skrautleg
skilti utan á sig, en inni ríkti slæmt and-
rúmsloft. Þarna gerðist það fyrst í sög-
unni, að fjöidi fólks gerðist fús til að
hlusta sitjandi á fjörugustu jazzmúsíkina,
án þess að heimta dansgólf. í Bandaríkj-
unum höfðu jazzhljómsveitir þá leikið á
mannamótum í tuttugu ár, og allt í einu
tók sig til talsverður hluti borgarbúa og
fékk sér sæti til þess eins að hlusta á þær.
Vitaskuld með leiðveizlu Bakkusar.
Ástæðan fyrir því, að allt þetta atvik-
aðist við Vestur-Fimmtugasta og annað
stræti var líklega Onyxinn. Á bannárunum
var Onyxinn ósköp hversdagsleg leyniknæpa
á annari hæð, sem var að því einu frá-
bi’ugðin öðrum slíkum greiðastöðum, að
viðskiptavinirnir voru aðallega hljómlistar-
menn úr danshúsum og útvarpsstöðvum, og
var þeim ætlað að hafa þar skemmtun
góða. Það var gengið inn í kjallara og
síðan stiga upp á aðra hæð að málaðri
og kámugri silfurdropóttri hurð, með hinu
venjulega varðlúugati. Þar var skuggsýnn
gangur inni og tvö drykkjuherbergi, og var
í innra herberginu drykkjarlangborð, kúlu-
spilsborð, hrörlegt píanó, fáein smáborð og
nokkrir körfustólar. Margir hljómlistar-
menn notuðu staðinn eins og klúbb, höfðu
afnot af símanum til að hringja í allar
áttir og lögðu þar af sér hljóðfærin sín,
en ekkert markvert bar til tíðinda fyrr en
að áliðnum degi og heldur engin ósköp
eftir það. Eg efast um, að það hafi verið
meira en tíu smáborð í þessum salarkynn-
um, og ég er viss um, að ég sá aldrei fleira
en tuttugu og fimm manns á staðnum sam-
tímis.
Um fimmleytið síðdegis fór Joe Sullivan
eða Charley Born eða Art Tatum að leika
á píanóið, en það var alltaf eins og af
slíkri hendingu tilkomið, að þeir sem ekki
vissu, að þessir menn voru ráðnir af hús-
stjórninni, hefðu ætlað, að þeir hefðu bara
rekizt inn og fengið sér tylling. Þetta var
kórónað með því, að hver gestanna gat
tekið lagið, ef hann óskaði þess. Red Mc
Kenzie söng Four or five times með Sulli-
van, og „Del“ Staigers tók fram trompet-
inn sinn og sýndi það svart á hvítu, hvern-
ig hægt væri að leika á þrjár nótur á hann
samtímis. Joe Sullivan ærslaðist þarna og
lék dægurlög og fjöldann allan af blues
á borð við Gin Mill plötuna. í Tin Pan
Alley má ef til vill heyra annað eins og
þetta, að auðvitað sé Gin Mill Blues „tón-
verk“ og „við eigum útgáfuréttinn". En
platan er nákvæmlega eins og það sem Joe
gerði hvern einasta síðdag á Onyxinum,
þegar hann þuldi upp úr sér blues-kórana.
Charley Born var vanur að h'kja eftir list
og látbragði fjölda píanóleikara. Rétt áður
en Bannið var afnumið fékk Onyxinn
8 ^Maílí