Jazzblaðið - 01.04.1948, Blaðsíða 12
Svavar Gests:
FRÉTTIR o9 FLEIRA
INNLENT.
Hljómleikar voru haldnir í Austurbæjar-
bíó í Reykjavík þann 10. marz s. 1. Þarna
komu fram hljómsveitir þeirra Aage Lor-
ange, Baldurs Kristjánssonar, Björns R.
Einarssonar, Carls Billich og K.K.-sextett-
inn. Einnig lék þarna 17 manna hljóm-
sveit undir stjórn Sveins Ólafssonar. Sig-
rún Jónsdóttir söng með Lorange hljóm-
sveitinni og Sigfús Halldóisson söng með
Borgarhljómsveitinni lagið Tondeleyo, sem
hann hefur sjálfur samið og er það nýlega
komið út í útsetningu Carls Billich. Allur
ágóði af skemmtun þessari rann til barna-
hjálpar sameinuðu þjóðanna.
Útvarpið. í Morgunblaðinu 14. marz birt-
ist viðtal við Jón Þórarinsson tónlistarfull-
trúa Ríkisútvarpsins. Fyrirsögn greinar
þessarar var, „Klassisk músik vinsælli en
jazz meðal útvarpshlustenda". Sannanir
fyrir þessu eru þær að í bréfum þeim, sem
berast óskalagaþætti útvarpsins er miklu
meira beðið um klassik en jazz. Þetta er
afar auðskilið, hver einasti maður veit að
stofnun þessi á vart eina einustu jazzplötu
og því þá að biðja um það sem ekki er til.
Þeir vilja nú bæta fyrir þetta og segja að
ekki fáist plötur hér í bæ. Annar misskiln-
ingur.
Fjöldi manna hér hafa komið sér upp
ágætum jazzplötusöfnum og keyptu þeir
plöturnar í verzlunum í Reykjavík. Slíkt
hefði útvarpið einnig getað gert og getur
líkast til enn gert, ef einhver áhugi væri
fyrir hendi.
F.Í.H. Félag íslenzkra hljóðfæraleikara
hélt aðalfund sinn 15. marz s. 1. Ellefu
níir meðlimir voru teknir inn í félagið.
Stjórn félagsins var endurkosin en hana
skipa Bjarni Böðvarsson formaður, Fritz
Weissappel gjaldkeri, Skapti Sigþórsson rit-
ari, og þeir Þorvaldur Steingrímsson og
Sveinn Ólafsson varamenn. Árshátíð fé-
lagsins var haldinn viku síðar að Hótel
Borg. Hún var hin fjölsóttasta og fór í
alla staði vel fram.
Baldur Kristjánsson er kominn með
fimmta manninn í hljómsveit sína, hann
heitir Marinó Guðmundsson og leikur á
trompet og guitar.
K.K.-sextettinn og Ó.G.-quartettinn höfðu
skipti á píanóleikurum fyrir nokkru. Krist-
ján Magnússon kom til K.K. og Steinþór
Steingrímsson fór til Ó.G.
Jam Session var haldin í Breiðfirðinga-
búð 20 marz. Hún heppnaðist ekki eins vel
og æskilegt hefði verið segja þeir, sem þar
léku.
Jazzblaðið gekkst nýlega fyrir því að
stofnaður var klúbbur, sem hefur það mark-
mið að kynna fyrir mönnum góðan jazz af
plötum.
Klúbburinn kom í fyrsta sinn saman í
byrjun þessa mánaðar og mun að jafnaði
koma saman á tveggja vikna fresti. Hver,